Margar leiðir eru færar við útreikninga á d, hvaða leið er farin fer eftir þeim upplýsingum sem eru fyrir hendi hverju sinni, eða hvaða leið er greiðfærust að mati rannsakanda. Gott er að prófa margar leiðir við æfingu til að átta sig á muninum á hverri og einni.
Ef jafn fjöldi er í hópum: d = M1 – M2 / σ þá er σ = √ [ ∑ (X – M)² / N] Algengara er þó að samlagðar dreifitölur fyrir þýðistaðalfrávikið sé notað. Þá er formúlan sem er notuð svona: d = M1 – M2 / σpooled Þá er σpooled = √ [ (σ12 +σ22) / 2] Ef ójafn fjöldi er í hópum er formúlan fyrir d: d = M1 – M2 / Sp Þar sem Sp er fengið svona: Sp = √(n1 – 1)s1² + (n2 – 1)s2² / (n1 + n2) -2 |
* Cohen skilgreindi d sem muninn á milli M1 og M2 deilt með þýðisstaðalfráviki (σ) annars hvors hópsins. Samkvæmt honum á að vera hægt að nota hvort staðalfrávikið sem er, bara að það sé sett inn í formúluna á réttan veg. Ef það er jákvæður munur sem eru aðaláhrifin þá drögum við hærri töluna frá þeirri lægri, en ef það er neikvæður munur sem eru aðaláhrifin þá drögum við lægri töluna frá þeirri hærri. Þetta er bara spurning um að fá rétt formerki fram. * Algengast er þó að notaðar séu samlagðar dreifitölur staðalfrávika fyrir hópana tvo. Þá eru staðalfrávik beggja hópanna sett í annað veldi og lögð saman og deilt með tveimur. Að lokum er kvaðratrót tekin af útkomunni. Þetta gefur okkur samlagðar dreifitölur staðalfrávika og er notað í formúlunni sem staðalfrávik þýðisins. Ef staðalfrávikin eru lík þá verður útkoman ekki mjög ólík upprunalegu staðalfrávikunum. Fyrstu tvær formúlurnar eiga við ef jafnt er í hópum, þriðja formúlan er notuð ef ójafn fjöldi er í hópunum. Sp er bara kvaðratrótin af samlögðum dreifitölum staðalfrávika (σ²). Merkingin er höfð öðruvísi til að greina að hvort um jafnan eða ójafnan fjölda er að ræða í hópum. |
d = 2t / √ (df) eða d = t (n1 +n2) /[√(df)√(n1*n2)] |
Hægt er að reikna d út frá niðurstöðum t-prófs milli hópanna tveggja. df stendur fyrir frígráðurnar, n stendur fyrir fjölda í hópunum. Hægt er að nota efri formúluna þegar fjöldi í hópum er hinn sami en neðri formúluna ef fjöldi í hópum er mismunandi. |
d = 2r / √( 1 – r²) |
Hægt er að reikna d út frá upplýsingum um r, fylgninni á milli hópanna tveggja. |
d = g √ (N / df) |
Einnig er hægt að reikna d út frá Hedges g. |
Af hverju eru áhrifastærðir staðlaðar?
Hvað hefur áhrif á áhrifastærðir?
Þrjár aðferðir til að meta áhrif eru aðleiðsla afleiðsla og viðmið Cohens
Aðferðir við útreikninga á Cohens d
© 2003 Sigurlín Hrund Kjartansdóttir