Eftirfarandi gögn eru komin frá rannsókn Wilson, Becker, og Tinker frá 1995 [Rafræn útgáfa]. Eye movement desensitization and processing (EMDR) treatment for pychologically traumatized individuals. Journal of Consulting and Clinical Psychology 63, 928 – 937. Í rannsókn þeirra var þátttakendum skipt með tilviljun niður í tvo hópa. Annars vegar hóp sem fékk EMDR meðferð (meðferðarhópur) og hins vegar hóp sem fékk „seinkaða“ EMDR meðferð (samanburðarhópur). Fylgibreyta mælinganna var Global Severity Index (GSI) af Symptom Check List-90R. Niðurstöður mælinganna voru fengnar strax að lokinni EMDR meðferðinni í meðferðarhópnum en í lok annarar umferðar samanburðarhópsins.
Niðurstöður dreifigreiningar á gögnunum voru birtar í hefðbundnum töflum þar sem sjá má meðaltöl, staðalfrávik, fjölda í hópum og heildarfjölda, upplýsingar um innanhópasamanburð og meðalsummu kvaðrata auk upplýsinga um frígráður. Í raun væri hægt að reikna d með fleiri en einni aðferð úr öllum þessum upplýsingum. En einfaldasta aðferðin er sú að reikna d út frá formúlunni þar sem notuð eru meðaltöl og staðalfrávik. Það eru einnig algengustu mælitölurnar sem hægt er að finna t.d í tímaritsgreinum birtum úr sálfræðilegum rannsóknum. Algeng tafla með lýsandi tölfræði lítur sikra svona út:
Hópar | Fjöldi | Meðaltöl | Staðalfrávik |
Meðferðarhópur | 40 | 0,589 | 0,645 |
Samanburðarhópur | 40 | 1,004 | 0,628 |
Allt úrtakið | 80 | 0,797 | 0,666 |
Þar sem jafn fjöldi er í hópum getum við notað eftirfarandi formúlu.
d = M1 – M2 / √[(s1² + s2²) / 2]
= 1,004 – 0,589 / √[(0,628² + 0,645²) / 2]
= 0,415 / √[(0,3944 + 0,416) / 2]
= 0,415 / √0,4052
= 0,415 / 0,6366
= 0,65
Út úr þessum niðurstöðum má segja að áhrif EMDR meðferðarinnar séu miðlungs til mikil. Þeir þátttakendur sem fengu meðferðina voru að meðaltali með 1,5 hærri stig (1,004 / 0,65) á GSI skalanum heldur en þeir þátttakendur sem fengu ekki EMDR meðferðina.
Sjá mismunandi túlkunarleiðir Cohens d
Af hverju eru áhrifastærðir staðlaðar?
Hvað hefur áhrif á áhrifastærðir?
Þrjár aðferðir til að meta áhrif eru aðleiðsla, afleiðsla og viðmið Cohens
Aðferðir við útreikninga á Cohens d
© 2003 Sigurlín Hrund Kjartansdóttir