Verkefni í Ýmsum námsörðugleikum


Ólöf Benediktsdóttir
Ofvirkni eða athyglisbrestur

Margir kannast við börn sem eru á fullu allan daginn, þau virðast hafa endalausa orku og vilja og virðast ekki getað setið kyrr. Maður verður jafnvel þreyttur í kringum svona börn. Það er oft talað um þessi börn sem dugleg börn eða orkumikil. Þessi börn eru ekki endilega ofvirk. Aðaleinkenni ofvirkra barna er athyglisbrestur, taka ekki eftir í skóla og/eða eru ofvirk/hvatvís. Þau eru einnig orkumikil, truflandi og ör. Ofvirkniseinkennin koma sérstaklega fram á röngum tíma og á röngum stað. Börn sem eru ofvirk eru öll á iði og geta ekki setið kyrr í fimm mínútur. Þau sína einnig oft ofvirkni í hreyfingum. Auk þess virðast þau gera hluti án umhugsunar. Milli 40 og 50% ofvirkra barna eiga við námserfiðleika að stríða og um 80% eru sögð haga sér illa í skóla. Ofvirkni virðist vera til staðar hjá 3% barna en er sex sinnum líklegra hjá strákum en stelpum. Ofvirkni hjá börnum er oftast greind þegar börnin eru 3-4 ára. Oftast er stuðst við greiningakerfi bandaríska geðlæknafélagsins (DSM- IV) þegar ofvirkni er greind eða það sem kallað er Attention Deficit/Hyperactivity Disorder (ADHD). Ýmsar meðferðarleiðir hafa verið reyndar til að draga úr ofvirkniseinkennum og hafa þær reynst misjafnlega. Orsakir ofvirkni eru helst taldar vera sex.

Hér á Íslandi gilda ákveðin lög og reglur í leikskólum og grunnskólum um hvernig meðhöndla á þá einstaklinga sem eiga við einhverja erfiðleika að stríða.

Reynslulýsing móður ofvirks drengs af skólakerfinu, skólar virðast vera misjafnlega liðlegir til að taka á svona málum.

©1996