1. Sex (eða fleiri) af eftirtöldum einkennum af athyglisbresti hafa staðið yfir í að minnsta kosti 6 mánuði að því marki að það er hamlandi og í ósamræmi við þróunarstig.
a. Tekst oft ekki að einbeita sér að einstökum atriðum eða gerir kæruleysisleg mistök í verkefnum í skólanum, vinnu eða öðrum störfum.
b. Á erfitt með að halda athyglinni við verkefni eða leiki.
c. Virðist oft ekki hlusta á það sem sagt er við það.
d. Á erfitt með að fylgja fyrirmælum.
e. Á oft í erfiðleikum með að skipuleggja verkefni og störf.
f. Forðast oft, mislíkar eða er tregt að framkvæma verkefni sem þarfnast hugarstarfsemi (eins og heimanám eða verkefni í skólanum).
g. Týnir oft hlutum sem það þarf á að halda í starfi eða leik bæði heima og í skóla (leikföng, hluti skólans, penna, bækur eða tæki).
h. Lætur auðveldlega truflast af utanaðkomandi áreitum.
i. Er oft gleymið í daglegum störfum.
2. Sex (eða fleiri) af eftirtöldum einkennum ofvirkni hafa staðið yfir í að minnsta kosti 6 mánuði að því marki að það er hamlandi og er í ósamræmi við þróunarstig.
a. Er oft eirðarlaus í höndum eða fótum eða iðar þegar það situr.
b. Á erfitt með að sitja kyrr í sæti þegar aðstæður krefjast þess, t.d. í skólastofunni.
c. Hleypur oft um eða klifrar óhóflega þar sem það er óviðeigandi (á unglingsárum, eða fullorðinsárum, getur verið takmarkað við huglæga tilfinningu um óstýrilæti).
d. Á erfitt með að leika sér hljóðlega eða að fara hljóðlega í frístundir.
e. Er oft á ferðinni eða hagar sér oft eins og það sé rekið áfram af einhverjum ofurkrafti.
f. Talar oft óhóflega mikið.
g. Getur oft ekki stillt sig um að byrja að svara spurningum áður en lokið hefur verið að spyrja þeirra
h. Á oft í erfiðleikum með að bíða.
i. Grípur frammí eða truflar, ryðst t.d. inn í leik annarra barna.
©1996