Ólöf Benediktsdóttir
Ofvirkni


Lög og reglugerðir grunnskóla

Lög og reglugerðir grunnskóla sem lúta að börnum sem þurfa á einhverri aðstoð að halda.

I. KAFLI

Markmið og skólaskylda

1. gr.

Sveitarfélög er skylt að halda skóla fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 6 til 16 ára. … Öllum börnum og unglingum á framangreindum aldri er skylt að sækja skóla en frá því má þó veita undanþágu. …

VII. KAFLI

Réttindi og skyldur nemenda.

37. gr.

Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. Laga nr. 59/1992, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi.

Kennslan getur verið einstaklingsbundin eða farið fram í hópi innan eða utan almennra bekkjardeilda, í sérdeildum eða í sérskólum.

Meginstefna skal vera sú að kennslan fari fram í heimaskóla. Telji foreldrar barns eða forráðamenn, kennarar eða aðrir sérfræðingar að barnið fái ekki notið kennslu við sitt hæfi í heimaskóla geta forráðmenn sótt um skólavist fyrir það í sérskóla.

VIII. KAFLI

Sérfræðiþjónusta

43. gr.

… Þá skulu starfsmenn sérfræðiþjónustu vinna að forvarnastarfi með athugnunum og greiningum á nemendum sem eiga í sálrænum eða félagslegum erfiðleikum hafi þessir erfiðleikar áhrif á nám nemenda og gera tillögur um úrbætur. Forráðamenn nemenda geta komið með ósk um slíka athugun. Starfsmenn skóla og heilsugæslu geta lagt fram ósk um athugun að fengnu samþykki forráðamanna.

Starfsmenn sérfræðiþjónustu skulu vera kennarar með framhaldsmenntun, sálfræðingar og aðrir sérfræðingar.

Til baka í frumskjal

©1996