Ólöf Benediktsdóttir
Ofvirkni


Meðferðaleiðir

Meðferðir sem hafa verið notaðar við ofvirkni eru líffræðilegar meðferðir sem hafa verið notaðar til að reyna að minnka hvatvísi og ofvirkni og hafa áhrif á athygli.

Sálfélaglegar meðferðir hafa hinsvegar verið notaðar til að bæta námsárangur, draga úr truflandi hegðun og bæta félaglega hæfni þessara barna. Einnig hefur verið reynt að nota þessar meðferðaleiðir saman.

Atferlismeðferðir hafa einnig verið notaðar, þær eru t.d. notaðar til að auka setu við skólaborðið og eftir ákveðinn tíma fær barnið umbun fyrir að hafa setið kyrr í þennan fyrirfram ákveðna tíma. Ef barnið heldur ekki út þann tíma þá fær það ekki umbunina.

Ýmis örvandi lyf hafa einnig reynst gagnleg í 75% tilvika til þess að minnka að minnsta kosti tímabundið ofvirkni og bæta einbeitingu. Að auki virðast þau auka hlýðni og minnka neikvæðar hegðanir hjá mörgum þessara barna. Hins vegar virðast þessi örvandi lyf ekki stuðla að töluverðum framförum í skóla eða þegar til langs tíma er litið. Ekki er vitað af hverju þessi lyf hjálpa fólki.

Þessar meðferðaleiðir hafa hjálpað sumum börnum en öðrum ekki og það er enginn leið að segja til um hvaða börn munu græða á þessum meðferðum og hvaða börn ekki.

Til baka í frumskjal

©1996