Ólöf Benediktsdóttir
Ofvirkni


Reynslulýsing

Reynsla móðir drengs sem er ofvirkur af skólakerfinu. (Ég kalla drenginn Jón hérna í þessari frásögn).

Jón bjó með foreldrum sínum úti á landi þegar hann byrjaði í leikskóla um 2 ára. Leikskólakennararnir sögðu að hann væri erfiðasta barnið í leikskólanum. Þegar hann var að verða 3 ára flutti fjölskyldan á höfuðborgarsvæðið, þá var búið að segja þeim að hann gengi fyrir að komast í leikskólann. Það gekk ekki eftir þar sem það gátu ekki allir leikskólarnir tekið við honum. Þegar hann fékk pláss þá fékk hann þroskaþjálfa sem sá alveg um hann og einnig var hann settur í talkennslu hjá talmeinafræðingi nokkrum sinnum í viku.

Þegar Jón byrjaði í grunnskóla þá fór hann í almennan bekk en hélt áfram að vera hjá talmeinafræðingnum sem hann var hjá þegar hann var í leikskólanum. Síðan fékk hann sérkennara eftir skóla. Móðirin, sérkennarinn og talmeinafræðingurinn unnu mjög vel saman og skiptu með sér verkum. Einnig var móðirin í mjög góðu sambandi við kennara hans. Þær töluðust við í síma nánast á hverjum degi og síðar gekk samskiptabók á milli þeirra.

Þegar hann var búin í 6 ára bekk þá gat hann ekkert lesið og foreldrum hans var sagt að hann myndi líklega aldrei geta lært að lesa. En kennararnir og talmeinafræðingurinn létu móðurina fá áætlun yfir sumarið um það hvað þyrfti að kenna honum. Móðir hans kenndi honum síðan að lesa um sumarið og um áramótin var hann orðinn hæstur í lestri. Honum var boðið af skólanum að vera tekinn út úr tímum í lestri, í þjálfun sem fór fram í skólanum sem hét "stoppaðu og hugsaðu". Þetta var gert til að hann lærði að hafa stjórn á sjálfum sér.

Jón varð fyrir einelti frá byrjun grunnskólagöngu, krakkarnir höfðu mjög gaman af því að æsa hann upp vegna þess að það var auðvelt og hann varð mjög reiður henti jafnvel stólum um í skólastofunni. Kennari hans í samráði við foreldra skipti bekknum í fimm hópa sem börnin drógu sig saman í. Foreldrar skiptust á að gera eitthvað með börnunum í hópnum til að reyna að uppræta eineltið og að krakkarnir næðu betur saman, en eineltið hélt áfram.

Þegar hann fór í 4 bekk kom nýr bekkjakennari sem var lærður sérkennari, hann kenndi einn vetur en gafst þá upp vegna þess að bekkurinn var mjög erfiður. Í 5 bekk kom ný útskrifuð stúlka úr Kennaraháskólanum aðeins 23 ára hún náði engu sambandi við bekkinn.

Eineltið fór versnandi og það voru miklir erfiðleikar hjá Jóni vegna þess hann átti enga vini. En námið gekk vel þar sem móðir hans aðstoðaði hann mikið og hjálpaði honum alltaf við heimanámið. Hann náði ekki námsefninu á sama hraða og hin börnin í bekknum. Móðir hans bjó til spurningar úr hverjum kafla í námsbókum hans og lét hann svara enda er hann einn af þrem hæstu í bekknum. Móðirin reyndi margoft að tala við skólastjórann um eineltið og kennarann en það gekk ekkert.

Um vorið þá fóru tveir drengir í bekknum að tala um eineltið heima hjá sér en þorðu ekki að vera á móti hópnum og hjálpa Jóni. Foreldrar þeirra drengja tóku á það ráð að fara með í skólaferðalag sem farið var um vorið til að fylgjast með þessu.Þau komust að því að krakkarnir í bekknum skiptust á að vakna um nóttina á hálftíma fresti til að pikka í Jón. Eftir þetta þá pöntuðu foreldrar Jóns bæði tíma hjá skólastjóranum og þá loksins var eitthvað gert í málunum.

Í 6 bekk var ráðinn strangur karl kennari sem tók þau föstum tökum en gerði einnig eitthvað skemmtilegt með þeim t.d. fara með þeim í sund o.fl. Það var haldið diskótek sem kennarinn tók þátt í, eftir það þá kom Jón heim og sagði "mamma ég held að ég sé loksins að falla inn í hópinn".

Til baka í frumskjal

©1996