Verkefni í Ýmsum námsörðugleikum


Dagný Erla Vilbergsdóttir
Einhverfa og skólastarf

Einhverfa er gagntæk þroskatruflun, sem lýsir sér í því að einstaklingurinn á oft erfitt með að skilja það sem hann sér, heyrir og skynjar í umhverfinu. Þetta hefur þau áhirf að hann á oft í erfiðleikum með félagsleg samskipti, boðskipti og hegðun. Það hvort um einhverfu er að ræða hjá einstakling er greint hjá Greiningarstöð ríkisins eftir ICD-10 greiningarkerfinu.

Þekking á einhverfu hefur stóraukist síðustu árin en hér áður fyrr var einhverfa talin geðveiki og að orsakirnar væru að finna í uppeldisaðferðum foreldranna. Nú er talið að þeirra sé helst að leita í skemmdum á miðtaugakerfi frá því á fósturskeiði.

Þau meðferðarúrræði sem helst eru notuð á Íslandi eru annars vegar TEACCH aðferðin sem byggir á sjónrænni og vel skipulagðri kennslu og hins vegar atferlismótun en þónokkrar aðrar hafa litið dagsins ljós.

Framvinda og horfur þessara einstaklinga eru afar mismunandi þar sem mikil breidd er í því hversu mikilla einhverfueinkenna gætir hjá fólki og hvernig meðhöndlun þau fá. En einhverfa er varanleg fötlun og einhverra einkenna gætir yfirleitt, jafnvel hjá þeim sem ná hvað mestum framförum.

Einhverfir geta vel lært en til þess að vel megi vera verða þeir aðilar sem koma að menntun þeirra að vera vel uppýstir um einkenni þeirra og viðbrög og aðlaga kennsluaðferðir og samskipti með hliðsjón af sérkennum þeirra.

Við þrjá grunnskóla í landinu starfa sérdeildir fyrir einhverfa. Þær starfa allar eftir TEACCH aðferðafræðinni. Alls eru rúmlega 20 einhverfir einstaklingar í þessum sérdeildum.

Í lögum og reglugerðum er kveðið á um réttindi einhverfra og aðstandenda þeirra hvað varðar mál eins og almenn réttindi fatlaðra og skólagöngu. Framfærendur fatlaðra eiga einnig rétt á fjárhagsaðstoð frá Tryggingarstofnun ríkisins í formi bætna og styrkja.

Umsjónarfélag einhverfra er félag sem gætir hagsmuna einhverfa og beitir sér fyrir fræðslu fyrir aðstandendur og aðra.

©1997