Dagný Erla Vilbergsdóttir
Einhverfa og skólastarf


Réttindi einhverfra og aðstandenda þeirra

Lög um grunnskóla nr. 66/1995.

Í fyrsta kafla um markmið og skólaskyldu segir m.a.:

2. gr. Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins.

Í sjötta kafla um námskrár og kennsluskipan segir m.a.:

29. gr. …Markmið náms og kennslu og starfshættir grunnskóla skulu vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun vegna uppruna, kyns, búsetu, stéttar, trúarbragða eða fötlunar.

Í öllu skólastarfi skal tekið mið af mismunandi persónugerð, þroska, hæfileikum, getu eða áhugasviðum nemenda.

Í sjöunda kafla um réttindi og skyldur nemenda segir m.a.:

37. gr. Börn og unglingar sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. Laga nr. 59/1992, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi…

…Meginstefnan skal vera sú að kennslan fari fram í heimaskóla. Telji foreldrar barns eða forráðamenn, kennarar eða aðrir að barnið fái ekki notið kennslu við sitt hæfi í heimaskóla geta forráðamenn sótt um skólavist fyrir það í sérskóla.

38. gr. Sveitarfélög skulu annast rekstur sérdeilda/sérskóla fyrir nemendur sem ekki geta notið kennslu við hæfi í almennri bekkjardeild grunnskóla…

…Sérmenntaðir kennarar skulu annast kennslu í sérdeildum/sérskólum þar sem því verður við komið.

Reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla nr. 386/1996.

Í fyrsta kafla um skyldur sveitarfélaga og skilgreiningu sérfræðiþjónustu segir m.a.:

3. gr. Sérfræðiþjónustu skóla er ætlað að stuðla að því að kennslufræðileg og sálfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Störf sérfræðiþjónustu skóla skulu því fyrst og fremst beinast að því að efla grunnskólana sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsmönnum skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á…

Í Reglugerð um sérkennslu nr. 389/1996. segir m.a. í kaflanum um markmið og skilgreiningu:

2. gr. Grunnskólinn skal laga starf sitt að þroska og getu allra nemenda sinna, þannig að hver nemandi fái kennslu við hæfi. Því ber að skipuleggja skólastarfið í heild út frá þörfum allra nemenda og skapa námsumhverfi sem hæfir hverjum og einum.

3. gr. Sérkennsla felur í sér verulega breytingu á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum á sama aldri er boðið upp á. Sérkennsla er skipulögð til lengri eða skemmri tíma eftir þörfum nemandans, jafnvel alla skólagönguna.

Lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992.

Í fyrsta kafla sem er um markmið og skilgreiningu laganna segir m.a.:

2. gr. Sá á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sem er andlega eða líkamlega fatlaður og þarfnast sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu…

Í þriðja kafla sem er um almenna þjónustu segir:

7. gr. Fatlaðir skulu eiga rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ávallt skal leitast við að veita fötluðum þjónustu samkvæmt almennum lögum á sviði menntunar og heilbrigðis og félagsþjónustu. Reynist þjónustuþörf hins fatlaða meiri en svo að henni verði fullnægt innan almennrar þjónustu skal hinn fatlaði fá þjónustu samkvæmt lögum þessum.

Í áttunda kafla er svo fjallað um hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en það er m.a.:

Bætur og styrkir:

Framfærendur fatlaðra eiga rétt á fjárhagsaðstoð frá Tryggingarstofnun ríkisins sem tekur mið af umönnunar- eða gæsluþörf og eru börn flokkuð eftir fötlunarstigi. Upphæð ákvarðast af þeirri þjónustu sem barn nýtur utan heimilis. Einhverf börn eru í öðrum flokki.

Dæmi um greiðslur (mars 1995):

Þjónusta utan heimilis:

Umönnunarbætur p/mán:

1.fl 8 st. eða meira p/dag

9.691,-

2.fl 6 – 8 st.

12.623,-

3.fl 4 – 6 st.

25.106,-

4.fl 2 – 4 st.

37.589,-

5.fl 0 – 2 st.

43.900,-

Umönnunarbótaþegi fær „grænt kort" og gegn framvísun þess fæst sami afsláttur á heilbrigðisþjónustu og aldraðir og öryrkjar njóta. Sum apótek veita líka afslátt á lyfjum gegn framvísun græna kortsins. Sundkort fyrir barnið og fylgdarmann þess er hægt að fá gegn framvísun kortsins á skrifstofu Sjálfsbjargar.

Framfærendur fatlaðra geta sótt um styrk til bifreiðakaupa og niðurfellingu á bifreiðaskatti.

Kostnaður vegna tjóns sem einhverfir kunna að valda er frádráttarbær til skatts.

©1997