Einhverfir geta vel lært en til þess þurfa þeir skipulagt umhverfi, sjónrænar vísbendingar og sérþjálfað starfsfólk. Auk þess þyrftu þeir helst að fá örvun allan vökutímann til að týnast ekki í eigin hugðarefnum sem oft á tíðum eru mjög einhæf. Talið er að 10% einhverfra hafi sérgáfu en það er oftar en ekki tengt þeirri áráttu sem einstaklingurinn hefur. Sumir eru t.d. snillingar í að teikna og lita enda höfðar allt sjónrænt til þessara barna.
Þrátt fyrir ákvæðin um að allir eigi rétt á skólagöngu í sinni heimabyggð með sínum jafnöldurm og skuli fá kennslu við sitt hæfi, er það ekki raunhæft úrræði fyrir einstaklinga með svo sérhæfa fötlun eins og einhverfu, a.m.k. ekki eingögnu.
Það sem er þó fyrst og fremst mikilvægt er að fagfólkið sem kemur að menntun þessara einstaklinga sé vel upplýst um einkenni þessa hóps og hvers konar aðferðir henti og sé þjálfað í meðferð slíkra einstaklinga.
Sérdeildir fyrir einhverfa eru starfræktar við 3 skóla á Reykjavíkursvæðinu, við Digranesskóla í Kópavogi, Langholtsskóla í Reykjavík og Hamraskóla í Grafarvogi. Alls eru í þeim rúmlega 20 nemendur og eru þeir ýmist í sérdeildum eingöngu eða að einhverju leiti inni í bekk líka.
Það að einhverfi einstaklingurinn sé inni í bekk með jafnöldrum sínum hefur marga kosti en þann ókost helstan að yfirleitt er mikill brestur á að almenni bekkjarkennarinn hafi nægjanlega þekkingu á þörfum þeirra. Kennarinn þarf að fá fræðslu og þjálfun í að vita hvaða aðferðum er árangursríkt að beita og hvenær og hvernig er hægt að eiga tjáskipti við þessa einstaklinga og hvernig samskiptum milli þeirra og bekkjarfélaga, sé best háttað. Einhverfir eiga mjög erfitt með að skilja og skilgreina umhverfi sitt og eru því oft mjög óöryggir og hræddir.
Þess vegna þarf að vera röð og regla á hlutunum. Einhverfa barnið getur ekki þrifist þar sem mikið er um daglegar breytingar og er ekki fært um að koma skipulagi á líf sitt. Því verður að annast skipulagið fyrir það og hafa daglegar athafnir í réttri röð.
Samkvæmt TEACCH aðferðinni sem unnið er eftir í áðurnefndum sérdeildum þurfa einhverfir að hafa fasta stundaskrá yfir daginn, hún veitir öryggi og dregur úr kvíða. Einhverfir eiga oft erfitt með að skilja tíma og röð, þess vegna er mikilvægt að kenna þeim að átta sig á þessum atriðum á einhvern hátt sem hentar þeim. Sú leið hefur verið farin að útbúa sjónræna stundaskrá. Hún felst í því að myndum er raðað upp á vegg til að sýna athafnir dagsins og í hvaða röð þær verða. Þær gefa þannig vísbendingu um tíma. Sjónræna stundaskráin er ýmist sett upp frá vinstri til hægri eða upp og niður. Vísbendingunum er raðað á þennan hátt og alltaf eins. Þær gefa því festu og reglu og nemendur læra að vinna eftir þessari uppsetningu.
Eftirfarandi eru nokkrar vörður í sambandi við skólastarf með einhverfum inni í almennum deildum og/eða almenn samskipti við einhverfa:
Einna mikilvægasti þátturinn hvað varðar framfarir einhverfra er ástríkt og öruggt umhverfi þar sem einstaklingunum eru sett skýr mörk.
©1997