Dagný Erla Vilbergsdóttir
Einhverfa


Orsakir einhverfu.

Orsakir einhverfu eru ekki fyllilega ljósar. Í eina tíð héldu menn að ástæðu einhverfu væri að finna í lélegri frammistöðu foreldra. Sú hugmynd var fullmótuð um 1950 og var ríkjandi viðhorf fram undir 1970.

Einhverfa var þá talin eiga rætur að rekja til þess að foreldrar einhverfu barnanna væru ófærir um að sýna þeim þá hlýju og tilfinningalegu örvun sem nauðsynleg væri til að eðlileg tengsl gætu myndast milli foreldra og barns. Þetta leiddi svo til þess að börnin hyrfu inn í sjálf sig og mynduðu um sig skel til varnar þeirri höfnun sem þau hefðu orðið fyrir frá sínum nánustu.

Það hefur aldrei verið hægt að sýna fram á sanngildi þessa en líffræðilegar kenningar nóta hins vegar sívaxandi stuðnings og eru menn nú almennt sammála um að einhverfa stafi af: truflun í starfsemi miðtaugakerfisins sökum frávika á nokkrum líffræðilegum þáttum. Ekki er vitað með vissu hverjar þær eru en sýnt hefur verið fram á tengsl við ákveðna þætti, s.s.:

Erfðir. Vitað er að erfðir eiga nokkurn hlut að máli þar sem rannsóknir sýna fram á að líkurnar á að foreldrar einhverfs barns eignist annað einhverft barn séu 2%. Ekki hefur verið hægt að staðsetja/finna þá litninga sem hlut eiga að máli.

Ýmis vandamál/erfðileikar á meðgöngu (s.s. sjúkdómar)

Erfiðleikar í fæðingu. Skortur á súrefni.

Erfiðleikar eftir fæðingu, sem upp hafa komið samhliða barnasjúkdómum, t.d. mislingum.

Þessar orskir skýra aðeins lítinn hluta tilfella.

Rannsóknir á orsökum einhverfu benda til truflana í starfsemi heilans, þ.a. úrvinnsla skynjana verður ekki með eðlilegum hætti og hindrar börnin m.a. í að mynda tilfinninga- og félagstengsl við annað fólk. Ekki er hægt að staðsetja þessar truflanir (að öðru leiti en að fundist hafa ákv. svæði í heila einhverfra sem eru skemmd) né vita nákvæmlega hvers eðlis þær eru. Slíkar skemmdir hafa ekki fundist hjá öllum en það er samt áætlað að svo sé þó svæðin finnist ekki.

©1997