Verkefni í Ýmsum námsörðugleikum


Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Þroskahamlaðir

Þroskahamlaðir einstaklingar eru þeir sem búa við skerta greind (greindarvísitala undir 70) og skerta aðlögunarhæfni. Með aðlögunarhæfni er átt við hversu vel einstaklingurinn getur aðlagað sjálfan sig að mikilvægum þáttum daglegs lífs. Talið er að á milli 1-3% barna sem fæðast á hverju ári séu þroskahömluð.

Á Íslandi er aðstoð við þroskahamlaða fólgin í ýmsum úrræðum á sviði menntunar, starfa og búsetu. Stefnan eru yfirleitt sú að gera þroskahömluðum kleift að lifa lífi sem er eins líkt lífi heilbrigðra einstaklinga og hægt er. Á meðal fræðimanna nefnist þetta venjulegun.

Landssamtökin Þroskahjálp eru meðal þeirra sem standa vörð um hagsmuni þroskahamlaðra. Einnig hafa þroskahamlaðir stofnað sín eigin samtök og nefnast þau Átak.

©1996