Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Þroskahamlaðir


Átak

Þann 20. september 1993 var Átak, félag þroskahamlaðra, stofnað. Hvatinn að stofnun félagsins var sá að þroskahömluðum fannst kominn tími til að þeir létu í sér heyra um eigin málefni. Þannig vonast félagar til að geta haft meiri áhrif á ákvarðanir sem varða þroskahamlaða og þannig ráðið eigin lífi í meiri mæli en áður. Meðal þess sem samtökin hafa barist fyrir eru atvinnumál þroskaheftra, rétti þeirra til að eignast börn og fleira.

©1996