Landssamtökin Þroskahjálp eru samtök margra aðildarfélaga sem standa vörð um hagsmuni þroskaheftra, fatlaðra og aðstandenda þeirra. Samtökin eru aðili að NFPU (Norrænum samtökum um málefni vangefinna). Stofnendur Landssamtakanna Þroskahjálpar voru foreldrar þroskahamlaðra barna sem þótti ástandið í hagsmunamálum þeirra óásættanlegt. Samtökin voru stofnuð árið 1976. Þroskahjálp gefur út samnefnt tímarit tímarit fjórum sinnum á ári en þar má finna greinar um ýmis málefni sem varða þroskahamlaða og fatlaða, viðtöl við fatlaða einstaklinga, þroskahamlaða og foreldra þeirra auk greina um meðferð og aðstoð við þessa einstaklinga. Auk ritnefndar starfar atvinnumálanefnd, húsnæðisnefnd, heilbrigðis- og tryggingarnefnd, dagvistunarnefnd, menntamálanefnd og frístundanefnd.
©1996