Verkefni í Ýmsum námsörðugleikum


Ólafur Finnbogason
Grunnskólanemendur með lestregðu.

Í nútímasamfélagi er sú færni að kunna að lesa talin vera það sem einstaklingur getur síst verið án ef hann ætlar að læra. Sértækir námsörðugleikar einsog lestregða geta haft mikla erfiðleika í för með sér og haft mikil áhrif á námsgetu einstaklings. Til þess að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem eru með lestregðu hafa áhugamenn um lestregðu stofnað með sér félag sem nefnist Íslenska dyslexíufélagið. Í lögum og reglugerðum um grunnskóla eru ákvæði um hvernig koma skuli til móts við þá nemendur sem eiga í sértækum námsörðugleikum. Sá stuðningur sem þessir nemendur eiga rétt á er ótvíræður í lögunum og forvitnilegt er að kanna hvernig fyrirkomulag þessa stuðnings er í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.

.