Ólafur Finnbogason
Grunnskólanemendur með lestregðu


Íslenska dyslexíufélagið

Íslenska dyslexíufélagið hefur verið starfrækt í um 2 ár. Stofnendur þess voru nokkrir háskólastúdentar og eru félagar nú í kringum 250. Markmið félagsins er að bæta stöðu fólks með lestregðu og koma í veg fyrir að lestregða verði einstaklingnum að fötlun. Félagið vinnur að því að ná markmiðum sínum með því að auka þekkingu og skilning á lestregðu; með því að fá bætta námsaðstoð nemenda með lestregðu; með því að veita einstaklingum með lestregðu aðstoð og félagslegan stuðning til að ná tökum á lestri og ritun; aðstoða og leiðbeina foreldrum barna með lestregðu; vinna að því að ávallt séu til í samfélaginu nægjanlega margir leiðbeinendur til að aðstoða þá sem lestregða tefur í námi. Félagið er opið öllum og er hægt að velja um að gerast almennur félagi eða stuðningsfélagi.