Verkefni í Ýmsum námsörðugleikum


Hrönn Ágústsdóttir
Þróun viðhorfa til fatlaðra

Viðhorf fólks til fatlaðra hefur breyst gífurlega s.l. 10-15 ár.Fatlaðir voru ekki sýnilegir vegna þess m.a. að þeir voru á afskekktum sérstofnunum.Þar af leiðandi höfðu þeir ekki mikil samskipti við ófatlaða einstaklinga. Hvað er fötlun? Afbrigðileg þróun miðtaugakerfisins getur valdið frávikum í þroska og þar með vangetu til að tileinka sér ýmsa færni.Þetta leiðir til fötlunar sem felst í því að einstaklingur nær ekki, án sérstakrar aðstoðar, markmiðum sem samfélagið ákvarðar að séu við hæfi.Sérstök lög um málefni fatlaðra voru sett árið 1980. Fagmenntað fólk starfar við greiningu, ráðgjöf og vinnur að lögboðinni þjónustu við fatlaða sem er mjög víðtæk. Hagsmunasamtök berjast fyrir rétti fatlaðra.Ég tók viðtal við Fjölni Ásbjörnsson sérkennara í Iðnskólanum í Reykjavík til að kynna mér þær breytingar sem hafa átt sér stað í reynd í málum fatlaðra.

©1996