Hrönn Ágústsdóttir
Þróun viðhorfa til fatlaðra


Hagsmunasamtök

Ýmis hagsmunasamtök berjast fyrir bættri stöðu fatlaðra í nútíma þjóðfélagi. Það eru tvö stór samtök innan vébanda fatlaðra þ.e. Öryrkjabandalag Íslands með 22 undirfélagasambönd og Landssamtökin Þroskahjálp með 28 aðildarfélög. Öryrkjabandalagið er 35 ár og eru meðlimir yfir 15 þúsund. Margt hefur áunnist frá því að frumkvöðlarnir hófu baráttu sína fyrir auknum réttindum og ruddu brautina með uppbyggingu og rekstri á sjúkrastofnunum, endurhæfingarstöðvum, vinnustofum og heimilum fyrir sjúka og fatlaða. Allt fram á síðasta áratug var áherslan á jöfnun lífsgæða en í dag er áherslan á jöfnun tækifæra. Mikilvægt er að þessi samtök séu opin fyrir breytingum og í tæknivæddu þjóðfélagi gerast breytingarnar mjög ört og viðhorf fólks breytist með aukinni upplýsingu. Hagsmunasamtök fatlaðra þurfa að vera vakandi yfir þeim breytingum og nýta sér þær fordómalaust hagsmunamálum sínum til framdráttar.

©1996