Hrönn Ágústsdóttir
Þróun viðhorfa til fatlaðra


Viðtal

Viðtal við Fjölni Ásbjörnsson sérkennara í Iðnskólanum í Reykjavík um „starfsnám". Frá ársbyrjun 1986 hefur verið boðið upp á starfsnám við I.R. ætlað nemendum með skerta námshæfni sem ekki ráða við námskröfur í hefðbundnu iðnnámi. Starfsnám þetta er að mestum hluta verklegt og býr nemandann undir tiltekið starf. Markmið námsins er ekki starfsréttindi heldur starfsþjálfun sem leitt gæti til að nemandinn ætti greiðari leið til aðstoðarstarfa í viðkomandi starfsgrein en annars hefði verið. Í dag eru 24 nemendur í deildinni og það þarf að hafna mörgum, eldri nemendur hafa forgang inn starfsnámið. Nemendurnir koma úr sérdeildum og ýmsum starfsdeildum skólanna í Reykjavík en í vetur er einn nemandi utan að landi.

©1996