Hrönn Ágústsdóttir
Þróun viðhorfa til fatlaðra


Hvað er fötlun?

Fötlun er m.a. afbrigðileg þróun miðtaugakerfisins og getur valdið frávikum í þroska og þar með vangetu til að tileinka sér ýmsa færni.Þetta leiðir til fötlunar sem felst í því að einstaklingur nær ekki, án sérstakrar aðstoðar, markmiðum sem samfélagið ákvarðar að séu við hæfi.Því má segja að fötlun hafi tvær hliðar.Annars vegar er hin líffræðilega hömlun og hins vegar félagslegar aðstæður sem ýmist ýta undir eða draga úr afleiðingum hömlunarinnar. Helstu flokkar fatlana eru: vitræn þroskahömlun, námshömlun, hegðunarerfiðleikar, málsfarslegir erfiðleikar, erfiðleikar með sjón og heyrn, líkamlegir erfiðleikar og fjölfötlun. Auk þess sem áður segir geta ýmsir sjúkdómar s.s. hjartasjúkdómar, krabbamein og nýrnabilanir leitt til fötlunar tímabundið og einnig til langframa.

©1996