Verkefni í Ýmsum námsörðugleikum


Anna K. Newton
Unglingar og þunglyndi

Þunglyndi getur verið líffræðilegt og/eða sálrænt vandamál og orsakir þunglyndis geta verið margar t.d. erfiðleikar heima fyrir, lítið sjálfstraust, vinamissir o.s.frv. Þar sem einkennin eru mörg og mismunandi getur oft verið erfitt að greina þunglyndi, hver og einn einstaklingur getur verið með mörg einkenni. Yfirleitt er talað um að helstu einkenni þunglyndis eru þau að breyting verður á hugsun, tilfinningar og framkomu. Þunglyndi er algengt vandamál hjá unglingum sem fékk ekki mikla athygli hér áður fyrr en er nú að breytast. Allir verða fyrir því einhvern tímann að vera niðurdregnir í einhvern tíma en að vera þunglyndur hefur afdrifaríkri afleiðingar í för með sér. Þunglyndi hefur áhrif á samskipti og oft á tíðum frammistöðu, breytingar sem tengjast frammistöðu unglingsins t.d., í skóla er auðvelt að sjá (frammistaða í verkefnum og prófum) en öllu erfiðara er að taka eftir samskipta breytingum unglings.

Í Framhaldsskólalögum eru sett fram viðmið um hvernig eigi að sinna ýmsum málum sem snúa að andlegri líðan nemenda. Hvað skólinn getur gert fyrir unglinginn er misjafnt en algengast er að eitthvert úrræði er fundið við vandann í samráði við skólann og nemandann.

©1996