Hjá unglingum eru áhrif þunglyndis svo til þau sömu og hjá fullorðnum, það einkennist oft af því að unglingurinn missir allan áhuga á öllu. Í skólamálum er það einkennandi að unglingurinn fer að standa sig verr í tímum, lærir gjarnan ekki heima, vill ekki taka þátt í neinu og oft mætir hann ekki vel í skólann. Þetta er oft kallað námsleiði en í mörgum tilfellum er það mistúlkun þar sem þunglyndi er ekki það sama og námsleiði, orsökin er önnur þó að einkennin eru svipuð. Flestir unglingar sem þjást af þunglyndi einangra sig frá félögum sínum. Þeir vilja oftast ekki taka þátt í neinu sem verið er að gera og verða í raun ófélagslynd. Áhrifin af þunglyndi versna með tímanum ef ekkert er gert. Aðaleinkenni alvarlegs þunglyndis eru þau að að manneskjan hugsar neikvætt um sjálfan sig (hefur lága sjálfsímynd), telur að allt sem hún gerir er illa gert og að framtíðin beri ekki neitt skemmtilegt í skaut með sér. Sá sem þjáist af þunglyndi telur að það sé ekkert hægt að gera til að bæta úr málunum, að ekkert muni breytast, þetta leiðir til vítahrings hugsunar sem erfitt er að losna úr. Við að uppgötva þetta verða margir enn þunglyndari og á þessu stígi er hætta á því að manneskjan fari að hugleiða sjálfsmorð. Að vera þunglyndur hefur áhrif á hugsun og samskipti manna. Þar sem einkenni þunglyndis geta verið mjög misjöfn er oft erfitt fyrir aðra að átta sig á að unglingurinn sé þunglyndur fyrr en það er komið vel á veg.
©1996