Anna K. Newton
Unglingar og þunglyndi


Úrræði

Til eru ýmsar aðferðir sem eru notaðar við að lækna þunglyndi en það eru þrjár aðferðir sem eru langmest notaðar:

  1. Lyfjameðferð
  2. Sálfræðileg meðferð
  3. Hugræn-sálfræðileg meðferð

Í lyfjameðferðinni eru lyf gefin sem eiga annað hvort að hamla eða örva ákveðin boðefni sem tengjast þunglyndi. MAO (monoamine oxidase) er boðefni sem tengist þunglyndi, ef virkni í taugafrumum sem losa MAO er ekki nógu mikill er hætta á að einstaklingurinn verði þunglyndur, þannig að þunglyndissjúklingnum er oft gefið MAO örvandi lyf, Tricyclic er dæmi um örvandi MAO lyf. Lyfjameðferð virðist duga best á þeim sem þjást af ættgengu þunglyndi og innan fárra daga líður einstaklingnum oftast mun betur en vikunni áður. Vandamálið við lyfjagjöf er að þetta virðist ekki vera langtímalausn á vandanum þannig að hinum þunglynda hættir á að detta aftur niður í þunglyndi aftur.

Sálfræðileg meðferð er mjög vinsæl og felst í því að einstaklingurinn gengur til sálfræðings og reynir að vinna úr sínum málum. Það er mjög misjafnt hvernig sálfræðingar taka á þunglyndi en rannsóknir sýna að það hefur verið mikill tilhneiging í þá átt að sálfræðingurinn láti sjúklinginn komast sjálfur að því hvað það var sem olli þunglyndinu til að byrja með og svo er unnið út frá þeim punkti. Þessháttar meðferð hefur skilað góðum árangri hjá þeim sem hafa farið í hana eða um 55% þeirra sem fara í þessa meðferð kvarta ekki undan þunglyndi allt að 10 árum síðar. Þessi meðferð hefur þó verið gagnrýnd að því leyti að margir hætta í meðferðinni því hún tekur of langan tíma og einnig fyrir þá áheyrslu sem lögð er á að einstaklingurinn líti í eigin barm til að finna orsakirnar að þunglyndinu. Margir telja að meiri hluti þunglyndissjúklinga eru ekki andlega færir að gera þetta á eigin spýtur, að þeir þurfi meiri aðstoð við það en hefðbundin sálfræðimeðferð leggur til.

Hugræn sálfræðimeðferð leggur áheyrslu á að einstaklingurinn átti sig á þeim neikvæðum hugsunum sem viðhalda þunglyndinu. Sálfræðingurinn og sjúklingurinn reyna svo að meta þessar hugsanir með tilvísun til röksemdar þ.e. hvort að það sé einhver röklegur grunnur fyrir því að einstaklingurinn hugsi um sjálfan sig á þennan hátt. Það sem er verið að reyna að gera er að fá einstaklinginn til að hugsa á annan máta. Í þessari meðferð er sálfræðingurinn virkur þátttakandi í ferlinu og aðstoðar einstaklinginn við að uppræta vandann. Sjúklingnum finnst hann þá vera fá einhvern stuðning og leggur sig þá jafnvel meira fram við verkefnið. Árangurinn af þessháttar meðferð hefur verið ágætur og virðist hún hjálpa við að koma í veg fyrir að einstaklingurinn leggist í þunglyndi aftur.

Það er þó ljóst að engin ein meðferð ber bestan árangur, það er einstaklingsbundið hvaða meðferð virkar best og í augnablikinu er ekkert annað sem gengur en að prófa sig áfram í þeim málum.

©1996