Verkefni í Ýmsum námsörðugleikum


Helga Valtýsdóttir
Down heilkenni

Down heilkenni er erfðagalli sem eldist ekki af fólki. Nafnið Down heilkenni er tilkomið frá árinu1866, þegar breski læknirinn John Langdon Down lýsti fyrst einkennum sjúkdómsins. Þeir litningagallar sem valda Down heilkenni voru ekki þekktir fyrr en 1959, en nafninu var ekki breytt í kjölfar þess. Down heilkenni er þroskahömlun sem þýðir að einstaklingur er með skerta færni og skerta greind.

Einstaklingar með Down heilkenni hafa ýmis líkamleg einkenni sem eru sýnileg. Einkennin eru skásett augu, flatt nef, lítil eyru, stuttir og breiðir fingur og breiðir fætur. Yfirleitt eru þeir lágvaxnir og hafa linan líkama vegna þess hve vöðvarnir eru slappir. Það er ekki ákvarðandi fyrir vitrænan þroska barnsins hvort það hefur fá eða mörg af þessum líkamlegu einkennum.

Börn með Down heilkenni eru seinni að ná hreyfi- og vitsmunaþroska en heilbrigð börn og yfirleitt ná þau ekki jafnöldrum sínum. Þroski þeirra er í sömu röð og heilbrigðra barna en kemur seinna til. Samkvæmt viðtali við sérkennara sem er með einstakling með Down heilkenni í almennum bekk kemur fram að barnið sameinast vel inn í bekkjarheildina og að mikil áhersla er lögð á góð samskipti milli heimilis og skóla.

Lög og reglugerðir um fatlaða einstaklinga kveða á um að þeir hafi jafnan rétt til skólagöngu og heilbrigðir einstaklingar.

©1997