Helga Valtýsdóttir
Down heilkenni


Litningagallar

Það er litningagalli sem veldur Down heilkenni. Heilbrigt fólk er með 46 litninga en einstaklingar með Down heilkenni eru með 47 litninga. Litningarnir eru í pörum tveir og tveir og því eru 23 litningapör. Að hafa aukalitning veldur því að ójafnvægi myndast í erfðaefninu og það getur valdið truflun á fósturþróuninni., til dæmis með skertum vitsmunaþroska. Algengast er að þrístæða sé á 21. litningapari, það er þrír litningar í stað tveggja. Það er orsök Down heilkennis í um 95% tilvika.

Aðrar orsakir geta verið yfirfærsla (translocation) eða tíglun (mosaicism). Í yfirfærslu hangir aukalitningurinn á öðrum litningi, þetta á sér stað í 3-4% tilvika. Í tíglun er aukalitningur á 21. litningapari, en það er ekki í öllum frumum, heldur eru sumar frumur eðlilegar. Þetta á sér stað í 1-2% tilvika.

Þó vitað sé að erfðagallar valdi Down heilkenni er ekki vitað hvað veldur erfðagallanum. Eitt er þó athyglivert og það er að líkur á Down heilkenni aukast eftir því sem móðirin er eldri. Af hverjum þúsund fæðingum eru líkur á að einn einstaklingur fæðist með Down heilkenni. Líkur á heilkenninu aukast eftir því sem móðirin er eldri. Ef móður er 35 ára eru líkurnar ein af hverjum 350 fæðingum, en ef móðirin er undir 25 ára aldri þá eru líkur á barni með Down heilkenni einungis í einni af hverjum 1400 fæðingum.

©1997