Afköst t-prófs segja til um líkurnar á því að hafna réttilega rangri núlltilgátu. Afköst eru því skilgreind sem 1–β.
Eftir því sem afköst rannsóknar eru minni, minnka um leið líkurnar á því að núlltilgátunni
verði hafnað. Þegar afköst prófs eru óþekkt og núlltilgátu hefur ekki verið hafnað getur
rannsóknarmaður ekki vitað hvort að höfnunin stafar af því að rannsóknartilgátan sé
einfaldlega röng og engin áhrif
til staðar eða hvort að ástæðan of lág afköst og marktektarprófið sem hann notar finni ekki
mun á meðaltölum þó að hann sé til staðar. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að íhuga
vandlega afköst áður en lagt er upp í viðamikla rannsóknavinnu.
Að sama skapi verður að gæta þess að afköst rannsóknar verði ekki fyrirfram of há því að ef
afköst prófs eru of mikil verður allur munur hversu lítil og ómarkverður sem hann kann að
vera tölfræðilega marktækur.
Fimm þættir hafa áhrif á afköst t-prófa:
Í aðalatriðum eru tvær leiðir til að meta afköst t-prófa. Ef villan er normaldreifð og jafn fjöldi í hópum er hægt að reikna hana.
Ef á hinn bóginn dreifing villunnar er þekkt er hægt að herma niðurstöður og áætla þannig afköst.
© 2003 Pétur Maack Þorsteinsson