Afköst t-prófa Höfnunar- og fastheldnisvillur

Höfnunarvilla er það þegar rannsóknartilgáta er ranglega staðfest með því að hafna réttri núlltilgátu. Þá er rannsóknarmaður í raun að staðhæfa að samband sé fyrir hendi þar sem ekkert er. Líkurnar á því að gera höfnunarvillu eru α. Þegar rannsóknarmaður velur að hækka α gerist það að afköst prófsins aukast vegna þess að um leið er hann að lækka β og um leið að auka afköst prófsins.

afköst

Velji rannsóknarmaður að hækka α of mikið verða afköst prófsins fullkomin (1,0) og allur munur á hópum verður tölfræðilega marktækur hversu ómarkverður sem hann kann að vera.

Fastheldnivilla er það þegar raunverulegur munur er til staðar en prófið kemur ekki auga á hann. Ef β er t.d. 0,2 eru líkurnar á því að fastheldnivilla verði gerð að öðru óbreyttu 20%.

Rannsóknarmaður vill því hafa afköst prófs það mikil að góðar sterkar líkur séu á því að prófið verði vart við raunverulegan mun á hópum en þó ekki svo mikil að hvaða smáarða sem er verði tölfræðilega marktæk.

Afkastastig prófs er oft látið ráðast af eðli rannsóknarinnar. Sé markmið hennar til dæmis að finna fæðingarbletti sem hafa frumubreytingar munu rannsóknarmenn frekar vilja gera höfnunarmistök og finna frumubreytingar þar sem engar eru heldur en að gera fastheldnismistök og koma ekki auga á frumubreytingar sem geta síðar orðið að krabbameini.