Rannsakendur gera rannsóknir til ađ prófa tilgátur. Tökum sem dćmi rannsókn ţar sem kanna á áhrif skynörvunarlyfsins LSD á hlaupahrađa músa. Til samanburđar er hópur músa sem er gefin lyfleysa (placebo). Rannsóknartilgátan í ţessu tilviki er sú ađ LSD hafi áhrif á hlaupahrađa (munur er á milli hópanna) en núlltilgátan stađhćfir ađ hvorki LSD né lyfleysa hafi áhrif á hlaupahrađa (enginn munur sé á milli hópanna).
Mjög algengt er ađ tölfrćđileg marktektarpróf séu notuđ til ađ komast ađ ţví hvort rannsakanda sé stćtt á ţví ađ hafna núlltilgátunni. Hafa skal í huga ađ engin vissa fylgir höfnun núlltilgátunnar. Ţađ eina sem rannsakandi veit ţegar niđurstađa verđur marktćk er ađ ţá er í lagi ađ hafna núlltilgátunni en rannsakandinn gćti gert ţađ ranglega.
Tvćr villur eru mögulegar ţegar rannsakendur kanna tölfrćđilega marktekt. Fyrst ber ađ nefna mistök af tegund I (höfnunarmistök, alfamistök) en ţá er núlltilgátu sem er rétt, ranglega hafnađ. Líkurnar á mistökum af tegund I eru táknađar međ gríska bókstafnum α. Í rannsóknum er algengt ađ miđa viđ α = 0,05 eđa α = 0,01. Ţessi viđmiđ segja fyrir um líkurnar á mistökum af tegund I. Ţađ er ađ segja, ef α = 0,05 eru 5% líkur á ţví ađ rannsakandi hafni ranglega, réttri núlltilgátu. Ţví lćgra gildi sem α tekur, ţví minni líkur er á mistökum af tegund I en líkur á mistökum af tegund II (fastheldnimistök, betamistök) aukast aftur á móti.
Mistök af tegund II eiga sér stađ ţegar rannsakandi hafnar ekki rangri núlltilgátu, ţegar hann á ađ gera ţađ. Líkurnar á mistökum ađ tegund II eru táknuđ međ gríska bókstafnum ß. Eins og fyrr segir er hćgt ađ stjórna líkum á mistökum af tegund I međ vali á marktektarmörkum (α). Mistökum af tegund II er ađeins hćgt ađ stjórna óbeint, til dćmis međ stćrđ úrtaks, vali á rannsóknarsniđi, vali á marktektarmörkum (α), og nákvćmni í mćlingum svo eitthvađ sé nefnt. Rannsakandi getur aldrei vitađ međ fullkominni vissu hvort hann sé ađ gera mistök af tegund I eđa II. Helsta lausn viđ ţeim vanda er ađ endurtaka rannsóknina.
Hćgt er ađ reikna svokölluđ afköst, en afköst eru nćmni ţess ađ finna frávik frá núlltilgátunni. Sambandiđ á milli mistaka af tegund I og II má sjá á eftirfarandi mynd.
© 2004 Brynjar Halldórsson