Mistök af tegund I og II Afköst

Afköst eru næmni þess að finna frávik frá núlltilgátunni. Því meiri sem afköstin eru því meiri líkur eru á að röngum núlltilgátum sé hafnað réttilega en lítil afköst auka líkurnar á því að ekki komi fram marktekt nema til staðar sé munur á meðaltölunum. Takmarkanir afkasta eru tilkomin vegna þriggja þátta. Í fyrsta lagi af áhrifum frumbreytu á fylgibreytu, í öðru lagi af úrtaksstærð, en stór úrtök geta aukið afköst, og í þriðja lagi hafa mistök af tegund I (höfnunarmistök) áhrif á afköst. Almennt teljast mikil afköst vera 80% og yfir.