Marktektarpróf eru gerð til að meta hvort rannsakanda sé stætt á því að hafna núlltilgátunni. Áhrif í úrtaki er sögð marktæk ef marktektarprófið er marktækt. Sé marktektarprófið marktækt er núlltilgátunni hafnað. Áður en rannsakandi gerir tölfræðilega úrvinnslu velur hann marktektarmörk. Í rannsóknum er algengt að miða við α = 0,05 eða α = 0,01. Þessi viðmið segja fyrir um líkurnar á mistökum af tegund I. Það er að segja, ef α = 0,05 eru 5% líkur á því að rannsakandi hafni ranglega réttri núlltilgátu.
© 2004 Brynjar Halldórsson