Tilgáta í tölfrćđi er hver sú fullyrđing um ţýđi sem ćtlunin er ađ sýna fram á eđa hrekja. Tilgátuprófun felst í ţví ađ prófa tilgátur međ tölfrćđilegu prófi. Mikilvćgt er ađ hafa ţekkingu á tilgátuprófunum til ţess ađ geta túlkađ niđurstöđur tölfrćđilegra prófa sem segja til um hvort óhćtt sé ađ draga ályktanir um ţýđiđ á grundvelli ţeirra úrtaksgagna sem viđ höfum.
Sá sem ćtlar ađ rannsaka eitthvađ byrjar á ţví ađ setja fram núlltilgátu. Tilgangur tilgátuprófana er ađ leitast viđ ađ hrekja núlltilgátuna í ljósi rannsóknargagna. Ef gögnin eru mjög ólík frá ţví sem búist var viđ undir ţeirri ályktun ađ núlltilgátan sé sönn, ţá er núlltilgátunni hafnađ. Ef gögnin eru ekki of ólík ţví sem búist var viđ undir ţeirri ályktun ađ núlltilgáta sé sönn, ţá er núlltilgátunni ekki hafnađ. Ţađ ađ hafna ekki núlltilgátu er ekki ţađ sama og ađ samţykkja núlltilgátu. Nokkrar ástćđur eru fyrir notkun núlltilgátna í tölfrćđi.
Tilgátuprófanir segja okkur hvort munur á milli tveggja hópa er líklegur ef um tilviljun er ađ rćđa. Marktektin segir hvort eitthvađ sé líklegt undir núlltilgátunni en ekki hvort núlltilgátan sé líklega tilkomin vegna tilviljunar eđa ekki.
© 2004 Anika Ýr Böđvarsdóttir