Mánudagurinn 13. október 2001, kl. 8:40–10:40
Í kennslustofu námskeiðsins, stofu 106 í Odda
Kaplan, R.M & Saccuzzo, D.P. (2001). Psychological testing: Principles, applications, and issues (5. útgáfa). Belmont, CA: Wadsworth.
Kaflar 1–2, 4–6, 8, og 20–21
Svara skal þremur af fjórum prófspurningum. Tvær auðar blaðsíður fylgja hverri spurningu en að öðru leyti er lengd svara á valdi nemanda.
Prófið vegur 50% í lokaeinkunn námskeiðsins. Engin lágmarkseinkunn er á þessu fyrra hlutaprófi. Lágmarkseinkunn í námskeiðinu í heild er 5,0 (þ.e. 4,75 eða hærra fyrir rúnnun).
Nemendur hafa aðgang að lista yfir prófspurningar sem verið hafa áður á hluta- eða lokaprófum í námskeiðinu. Mikilvægt er að nýta sér þær við undirbúning undir prófið. Þótt þær eigi að gefa glögglega til kynna áherslur í prófum námskeiðsins, eru þær eru fyrst og fremst sögulegar heimildir og aðeins vísbendingar um inntak prófa á þessu misseri.
Nokkrar vefheimildir er að finna á heimasíðu námskeiðsins. Þær eru ekki til beinlínis til prófs og geta verið mjög misjafnar að gæðum. Þær geta samt sem áður verið gagnlegar ef erfitt reynist að átta sig á einhverjum lykilatriðum námsefnisins.
Ofangreindar upplýsingar eru ekki skuldbindandi fyrir kennara. Tilgangur þeirra er að gefa glögga mynd af prófinu eins og það er fyrirhugað og auðvelda þannig nemendum undirbúning undir prófið. Breytingar geta orðið á prófinu eða fyrirkomulagi þess en leitast verður við að hafa það í anda ofangreindra upplýsinga.
Gangi þér vel!
© 2003 Guðmundur B. Arnkelsson