Athugun og mat Gamlar prófspurningar árin 1994–2000

Fyrri hluti námskeiðsins

  1. Hvað er sálfræðilegt próf samkvæmt kennslubókinni (Anastasi), að hvaða leyti eru sálfræðilegt próf eðlislík og eðlisólík annars konar mælingum (t.d. lengdarmælingum með tommustokki) og hverjir eru mikilvægustu eiginleikar þeirra? Rökstuddu mál þitt.
  2. Greindu frá því hvað gerir staðalbindingu (norm-referencing) sálfræðilegra prófa nauðsynlega, hvernig staðalbinding fer fram og hvaða kröfur þarf að gera til stöðlunarhópsins (normative sample).
  3. Fjallaðu um helstu aðferðir til að gefa niðurstöður sálfræðilegs prófs á stöðluðu formi. Berðu m.a. saman greindaraldur (mental age), bekkjarígildi (grade equivalents), hundraðsröð (percentile rank) og fráviksvísitölu (deviation [intelligence] quotient) og greindu frá kostum og göllum hvers um sig.
  4. Berðu saman helmingunaraðferð (split-half) og endurtekna prófun (test-retest) sem aðferðir til mats á áreiðanleika (reliability) prófa. Hvað felst í hvorri aðferð fyrir sig og nákvæmlega hvaða þættir áreiðanleika eru metnir?
  5. Hvað nákvæmlega er staðalvilla mælinga (standard error of measurement), hver er munurinn á henni og áreiðanleika (reliability), að hvaða leyti og hvenær er hún æskilegri mælikvarði en áreiðanleikastuðull (reliability coefficient)?
  6. Hvað er staðalvilla mælinga (standard error of measurement), nákvæmlega hvaða upplýsingar veitir hún og að hvaða leyti veitir hún sams konar upplýsingar og áreiðanleikastuðull (reliability coefficient)?
  7. Greindu frá staðalvillu mælinga (standard error of measurement), hvernig er hún túlkuð og hvaða upplýsingar hún veitir. Fjallaðu einnig ítarlega um kosti hennar og galla í samanburði við áreiðanleikastuðul (reliability coefficient).
  8. Framhaldsskólakennari kvartar við þig yfir ósamræmi í einkunnum nemenda frá einu prófi til annars. Hann er með þrjár ólíkar einkunnir fyrir hvern nemanda og veit ekki hvort hann á að túlka hverja fyrir sig, nota meðaltalið eða búa til enn eitt prófið til að komast að raunverulegri kunnáttu nemenda sinna. Útskýrðu hvaða tilviljunarbundnu þættir gætu hafa valdið ósamræmi milli prófa, útfærðu hvernig leggja mætti mat á nákvæmni einkunnar tiltekins nemanda á einhverju einu þessara prófa og gefðu rökstutt álit á því hvernig kennarinn ætti að bregðast við þessum vanda.
  9. Jónína er að hanna matskerfi til að finna nemendur sem eiga í lestrarerfiðleikum við upphaf framhaldsskóla. Hvort ætti hún að leggja meiri á að staðalvilla (standard error of measurement) þess sé sem lægst eða að réttmæti (validity) þess sé sem mest? Rökstyddu svar þitt nákvæmlega meðal annars með því að ræða hvort hugtak um sig, hvernig þau tengjast hvort öðru og hvernig þau eiga við þetta tiltekna dæmi.
  10. „;Mér finnst réttara að nota staðalvillu (standard error of measurement) en áreiðanleikastuðul (reliability coefficient),“ segir prófessor Þorri eitt sinn þegar hann ræðir um nákvæmni prófa hjá sér. Er þetta rétt hjá honum og hverjir eru nákvæmlega eiginleikar hvorrar mælitölu um sig?
  11. Hvað er innihaldsréttmæti (content validity), hvernig er það metið og með hvaða hætti má leitast við að auka innihaldsréttmæti prófs? Hefur atriðagreining (item analysis) áhrif á innihaldsréttmæti og þá hvernig?
  12. Í hverju væri viðmiðsbundið réttmæti (criterion-related validity) lestrarprófs fólgið sem væri ætlað að finna nemendur við upphaf framhaldsskóla sem væru líklegir til að lenda í erfiðleikum í námi?
  13. Í hverju væri réttmæti (validity) lestrarprófs fólgið sem væri ætlað að finna nemendur við upphaf framhaldsskóla sem væru líklegir til að lenda í erfiðleikum í námi? Gættu þess að fjalla um ólíkar tegundir af réttmæti og koma með vel útfærð dæmi um þær tegundir sem skipta mestu máli í þessu sambandi.
  14. Hvers konar réttmæti (validity) væri mikilvægast fyrir próf sem við notuðum til að ákvarða hvort tilteknir nemendur framhaldsskóla ættu að fara í 0-áfanga eða ekki við upphaf framhaldsskólanáms? Ræddu ítarlega viðkomandi tegundir réttmætis og útfærðu þær með tilliti til ofangreinds viðfangsefnis.
  15. Lýstu stuttlega helstu tegundum af réttmæti (validity). Rökstyddu síðan tiltölulega nákvæmlega hvaða tegundir réttmætis væri mikilvægast að meta fyrir lestrarpróf í fyrstu þremur bekkjum grunnskóla.
  16. Hvers konar réttmæti (validity) væri mikilvægast fyrir próf sem við ætlum að nota sem skimunarpróf (screening test) fyrir lestrarerfiðleika við upphaf framhaldskóla? Ræddu ítarlega viðkomandi tegundir réttmætis og útfærðu þær með tilliti til ofangreinds viðfangsefnis.
  17. Hvað er atriðagreining (item analysis), hvernig er hún framkvæmd (í grófum dráttum) og hver eru helstu markmið hennar?
  18. Hvað er atriðagreining (item analysis), hvernig er hún framkvæmd, við hvaða mælitölur er helst stuðst og hver eru helstu markmið hennar? Hvaða áhrif hefur atriðagreining á áreiðanleika prófs?
  19. Hvað er atriðagreining (item analysis), hvernig er hún framkvæmd (í grófum dráttum), við hvaða mælitölur er stuðst og hvert er gagnsemi hennar?
  20. Hvað nákvæmlega fælist, samkvæmt Anastasi, í greindarvísitölu unglings við upphaf framhaldsskóla, hvað segði það um hæfileika hans og færni, líklegt námsgengi, starfsgengi og starfsframa? Rökstyddu mál þitt.
  21. Hvað er sálfræðilegt próf, samkvæmt Anastasi, og hvað tryggir hlutlægi í niðurstöðu þess? Hvaða ályktanir má draga varðandi umgengni um sálfræðileg próf? Rökstyddu nákvæmlega.
  22. Berðu saman þroskaaldur (developmental age) og fráviksvísitölu (deviation quotient) sem form á niðurstöðutölu prófs. Gættu þess að gera skýra grein fyrir kostum og göllum hvors forms á niðurstöðutölu fyrir sig.
  23. Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk grunnskóla hafa ýmist verið birtar á staðalníuformi (stanine), sem hundraðsröð (percentile) eða sem hlutfall rétt leystra verkefna (þ.e. eins og hefðbundnar einkunnir). Hver þessara forma á niðurstöðutölu er best miðað við að prófunum sé ætlað að gefa foreldrum og skólum glöggar upplýsingar um stöðu nemenda í námi? Ræddu og rökstyddu nákvæmlega.
  24. Fjallaðu ítarlega um helstu tegundir staðlaðra (standardised) niðurstöðutalna prófa. Gerðu sérstaklega grein fyrir eðli staðaltalna (standard scores) svo sem fráviksvísitölu (deviation [intelligence] quotient) og annarra sams konar niðurstöðutalna og berðu þær saman við bekkjarígildi (grade equivalents) og hundraðsröð (percentile rank). Hverjir eru kostir og ókostir hverrar tegundar fyrir sig og hvað mælir gegn því að nota sömu tegund niðurstöðutölu í öllum tilfellum?
  25. Hvaða þættir áreiðanleika eru metnir þegar notaður er alfastuðull (alpha coefficient) og að hvaða leyti eru þeir ólíkir þeim þáttum sem metnir eru með öðrum aðferðum? Rökstyddu vel svar þitt.
  26. Hver er munurinn á áreiðanleika endurtekinnar prófunar (test-retest reliability) og áreiðanleika jafngildra útgáfna (parallel form reliability), meðal annars hvað varðar framkvæmd og þá þætti áreiðanleika sem metnir eru?
  27. Anastasi skiptir prófum í hæfileikapróf (aptitude tests), kunnáttupróf (achievement tests) og persónuleikapróf (personality tests). Gerðu grein fyrir þessari skiptingu með sérstakri áherslu á tvær fyrstu tegundirnar og legðu mat á hversu gild þessi flokkun er. Rökstyddu mál þitt.
  28. Aðgangur er oft takmarkaður að sálfræðilegum prófum. Útskýrðu hvers vegna þetta er og fjallaðu í því sambandi sérstaklega um siðferðileg álitamál sem því tengjast. Rökstyddu mál þitt nákvæmlega.
  29. Hvað nákvæmlega er sálfræðilegt próf (psychological test) samkvæmt Anastasi og öðru efni námskeiðsins? Í hverju er stöðlun (standardization) þess fólgin og hvert er gagnsemi hennar? Eru með hliðsjón af þessu samræmd lokapróf grunnskóla dæmi um stöðluð sálfræðileg próf? (Athugaðu að hér er spurt um stöðlun en ekki staðalbindingu!)
  30. Í hverju er staðalbinding (norm-referencing; establishment of norms) fólgin, hvernig er hún framkvæmd og hver er nauðsyn eða gagnsemi hennar?
  31. Hvað er áreiðanleikastuðull (reliability coefficient), hvað eiginleika prófs mælir hann og hvernig má túlka hann? Greindu einnig allnákvæmlega frá einni tiltekinni aðferð við að ákvarða áreiðanleikastuðul prófs.
  32. Hvaða vandi er samfara því að nota sálfræðilegt próf eða aðrar upplýsingar við forspá þar sem niðurstöður eru notaðar til að draga fólk í dilka? Fjallaðu um þetta með hliðsjón af þeim vanda sem skapast ef t.d. á að nota einkunnir úr grunnskóla til að ákvarða hvort nemandi fer í almennt nám í framhaldsskóla eða í einhvers konar fornám (t.d. fornámsdeild, 0-áfanga, ...). Gættu þess að skýra m.a. frá þeim flokkunarvillum sem geta orðið og hvernig eða hvort megi lágmarka þær.
  33. Hvaða vandi er samfara því að nota upplýsingar til að fella fólk í flokka, t.d. þá sem ná fjöldatakmörkunum í læknisfræði og þá sem gera það ekki (eða þá sem hafa eða hafa ekki prófkvíða)? Í hverju er vandinn fólginn, af hverju stafar hann og hvernig getum við leyst úr honum?
  34. Hvað er inntaksréttmæti (content validity), hvernig er það tryggt og ákvarðað, hvert er mikilvægi þess og hvenær er eðlilegast að leggja áherslu á það fremur en aðrar tegundir réttmætis?
  35. Gerðu grein fyrir siðfræðilegum álitamálum varðandi prófanotkun. Fjallaðu sérstaklega þær kröfur sem gerðar eru um hæfni prófanda, þá skilmála sem útgefendur þurfa að gangast undir og hvernig eigi að standa að prófuninni og varðveislu gagna þannig að þagnarskyldu og friðhelgi einkalífs sé fylgt.
  36. Hvað er staðalvilla mælingar (standard error of measurement), hvernig ber að túlka hana og hvaða erfiðleika skapar hún við túlkun prófa? Ræddu ítarlega.
  37. Lýstu allnákvæmlega því ferli við þýðingu og athuganir sem er nauðsynlegt ef staðfæra ætti erlent próf-t.d. áhugasviðspróf-hérlendis. Byrjaðu á byrjuninni þegar hugmynd um prófið vaknar og lýstu ferlinu þar til prófið hefur verið gefið út, með áherslu á atriði sem tengjast próffræði og öðru efni námskeiðsins.
  38. Berðu saman alfastuðul (alfa coefficient) og endurtekna prófun (test-retest method) sem mælikvarða á áreiðanleika (reliability) prófs og greindu frá þeim þáttum áreiðanleika sem hvor mælikvarði um sig metur.
  39. Gerðu grein fyrir þeim siðferðilegu kröfum sem tengjast prófanotkun og beinast að samskiptum milli prófanda og þess prófaða. Gerðu sérstaklega grein fyrir kynningu prófsins, upplýstu samþykki (informed consent), hvernig gera skal grein fyrir niðurstöðum prófsins og hver sé réttur þess prófaða til að hafa áhrif á notkun og dreifingu niðurstaðna.
  40. Hvað er staðalvilla spágildis (standard error of estimate) og hvaða erfiðleika skapar hún þegar nýta á upplýsingar við ákvarðanatöku? Ræddu ítarlega.
  41. Lýstu allnákvæmlega því ferli við prófsamningu og athuganir sem er nauðsynlegt ef þróa ætti nýtt próf-t.d. í náttúrufræði-hérlendis. Byrjaðu á byrjuninni þegar hugmynd um prófið vaknar og lýstu ferlinu þar til prófið hefur verið gefið út, með áherslu á atriði sem tengjast próffræði og öðru efni námskeiðsins.
  42. Gerðu nákvæma grein fyrir alfastuðli sem mælikvarða á áreiðanleika (reliability) prófs, greindu frá þeim þáttum áreiðanleika sem stuðullinn metur og berðu hann saman við endurtekna prófun (test-retest method).
  43. Hver er aðalmunurinn á milli þess að nota sálfræðileg próf til að meta og mæla hegðun og þess að nota atferlismat til þess sama? Greindu m.a. frá ólíkri túlkun þessara aðferða, ólíkri notkun og ólíkum markmiðum með matinu.
  44. Greindu frá ólíkum markmiðum með notkun annars vegar sálfræðilegra prófa og hins vegar atferlismats. Fjallaðu meðal annars um það á hvern hátt notagildi þessara tveggja aðferða er ólíkt í grundvallaratriðum.
  45. Greindu frá því helsta sem greinir á milli mats sem byggir á sálfræðilegum prófum og mats sem byggir á atferlisgreiningu. Greindu meðal annars frá því hvernig þessar matsleiðir eru ólíkar með tilliti til forsendna, framkvæmdar, markmiða og túlkunar.
  46. Hvað er staðlað (standardized) próf, í hverju er stöðlunin fólgin og hver nákvæmlega er gagnsemi hennar? Hver nákvæmlega er munurinn á stöðlun og staðalbindingu (norm-reference).
  47. Kennari 0-áfanga í íslensku snýr sér til þín og tilkynnir þér að héðan í frá muni hann eingöngu meta nemendur sína markbundið (criterion referenced evaluation) en ekki staðalbundið (norm-referenced evaluation). Ræddu þessar tvær tegundir af mati, greindu frá því hvað felst í hvoru fyrir sig í tengslum við ofangreint tilvik og greindu frá kostum og göllum þess að íslenskukennarinn leggi staðalbundið mat á hilluna.
  48. Hvað er markbundin prófun (criterion-referenced testing) og að hvaða leyti er það ólíkt staðalbundinni prófun (norm-referenced testing)? Gættu þess að ræða meðal annars eftirfarandi spurningar: Að hvaða leyti fást ólíkar upplýsingar með þessum tveimur tegundum prófunar? Við hvers konar aðstæður hentar markbundin prófun og hvenær hentar staðalbundin prófun? Að hvaða leyti er um ósamræmanlegar aðferðir við prófun að ræða?
  49. Hvert er eðli greindar (intelligence), þ.e. þess eiginleika sem greindarpróf mæla (sbr. kennslubók og fyrirlestra)? Beindu athyglinni sérstaklega að því hvort líta beri á greind sem áskapaðan (innate) eiginleika eða sem afurð umhverfisáhrifa? Dragðu fram helstu álitamál í knappri en vandaðri framsetningu
  50. Fjallaðu ítarlega um muninn á kunnáttuprófum (achievement tests) og greindarprófum (aptitude tests). Hver er munurinn í grundvallaratriðum, hvernig ber að nýta niðurstöður hvorrar próftegundar fyrir sig og að hvaða leyti er eðlilegt að líta svo á að um tvær alveg aðskildar tegundir prófa sé að ræða.
  51. „Greindarpróf (aptitude tests) eru aðeins ein tiltekin tegund kunnáttuprófa (achievement tests)!“ Taktu rökstuddu afstöðu til réttmætis þessarar fullyrðingar.
  52. Gerðu nákvæma grein fyrir því hvernig best væri staðið að staðfærslu erlends sálfræðilegs prófs hérlendis samkvæmt Anastasi og fyrirlestrum námskeiðsins. Gerðu bæði nákvæma grein fyrir sjálfri þýðingu (translation) prófsins og staðfestingu á gæðum þess að lokinni staðfærslu. Gættu þess að greina meðal annars frá atriðagreiningu prófsins.
  53. Skýrðu frá því hvernig athuga mætti hugtaksréttmæti (construct validity) samræmdra lokaprófa grunnskóla. Lýstu allnákvæmlega hvernig þetta væri gert og gerðu grein fyrir þeirri hugsun sem liggur að baki aðferðunum sem þú fjallar um.
  54. Hvort væri raunhæfara að kanna hugtaksréttmæti (construct validity) eða viðmiðsbundið réttmæti (criterion referenced validity) samræmdra lokaprófa grunnskóla? Rökstyddu allnákvæmlega meðal annars með tilvísun í eðli hvorrar tegundar réttmætis um sig.
  55. Lýstu og gerðu skýran greinarmun á stöðlun (standardization) og staðalbindingu (norm-refererence), hvernig standa ber að og hvaða kostir og gallar fylgja hvoru um sig þegar um staðlað kunnáttupróf er að ræða.
  56. Próf þurfa að vera hæfilega nákvæm til að ná tilgangi sínum. Hvaða atriði valda ónákvæmni í niðurstöðum prófa og hvernig nákvæmlega metum við hversu mikil áhrif hvers þáttar eru fyrir sig?
  57. Hverjir væru kostir og ókostir þess að gefa samræmd lokapróf grunnskóla upp í staðaltölum (standard score) eða hundraðröð (percentile score) í stað 10-kvarðans sem nú er notaður? Gættu þess að fjalla all ítarlega um alla þessa þrjá möguleika sem nefndir eru hér að framan.
  58. „Þegar samræmdar einkunnir eru gefnar, t.d. í 4. eða 7. bekk, er lykilatriði að þær hafi nægjanlegt forspárréttmæti (predictive validity).“ Greindu frá forspárréttmæti og fjallaðu gagnrýnið um ofangreinda staðhæfingu.
  59. Staðalvilla spágildis (standard error of estimate) takmarkar þá gagnsemi sem við höfum af prófniðurstöðum og öðrum upplýsingum. Útskýrðu hvers vegna og hvernig réttast er að bregðast við þessum vanda. 
  60. Hvert er mikilvægi staðalbindingar (norm-referencing) og hvernig er hún framkvæmd? Hvaða mikilvægur galli er á þeim upplýsingum sem fást með staðalbundnum prófum og hvernig mætti bregðast við honum?
  61. „Áreiðanleiki (reliability) samræmdra lokaprófa grunnskóla skiptir ekki máli svo lengi sem þau hafa fullnægjandi forspárréttmæti (predictive validity),“ segir Snorri, ráðgjafi menntamálaráðherra. Taktu rökstudda afstöðu til þessarar staðhæfingar, gerðu grein fyrir (og rökstyddu) hvort hún sé rétt eða röng eða að hvaða leyti hún er rétt og að hvaða leyti röng. 
  62. Berðu saman áreiðanleikastuðul (reliability coefficient) og staðalvillu mælinga (standard error of measurement) sem mælikvarða á nákvæmni upplýsinga. Hverjir eru kostir og gallar hvorrar mælitölu fyrir sig? Hvorn mælikvarðann ætti ég að nota? Rökstyddu vandlega. 
  63. Gerðu grein fyrir þeim siðferðilegu álitamálum sem fylgir notkun sálfræðilegra prófa. Fjallaðu meðal annars um fyrirlögnina sjálfa, samskiptin við þann prófaða, aðstandendur og starfsmenn skóla, meðhöndlun niðurstaðna og túlkun þeirra. 
  64. Fjallaðu ítarlega um siðferðileg álitamál í samskiptum próftaka við þann prófaða. Greindu sérstaklega frá atriðum sem snúa að samskiptum við upphaf prófs, fyrirlögn prófsins, birtingu niðurstaðna, varðveislu og hagnýtingu niðurstaðna. 
  65. Hvað er staðalbundin (norm-referenced) niðurstaða og hverjir eru eiginleikar hennar í samanburði við markbundnar (criterion-referenced) niðurstöður? Hvaða atriði myndu mæla með og hvaða atriði á móti því að birta samræmd lokapróf grunnskóla í 10. bekk á formi markbundinnar niðurstöðu?
  66. Ása lagði sama prófið fyrir tvo hópa nemenda. Í öðrum hópnum reyndist áreiðanleikastuðullinn (reliability coefficient) vera 0,74 en aðeins 0,62 í hinum. Staðalvilla mælinga (standard error of measurement) reyndist hins vegar svipuð í báðum hópum, þ.e. 2,5 í öðrum og 2,7 í hinum.
  67. Útskýrðu nákvæmlega hvað er metið með hvorri mælitölu fyrir sig, áreiðanleikastuðli annars vegar og staðalvillu mælinga hins vegar.

    Hvað veldur þessu ósamræmi milli áreiðanleikastuðla og staðalvillna og hvora mælitöluna væri eðlilegra að túlka?

  68. Björn samdi lestrarpróf fyrir 8 ára börn. Þegar hann kannaði réttmæti (validity) þess, kom í ljós að það hafði háa fylgni (correlation) við lestrareinkunnir. Í gleði sinni ákvað hann að kanna tengsl prófsins við aðra þætti. Í ljós kom að prófið hafði einnig háa fylgni við einkunnir í stærðfræði, stafsetningu, ritun og jafnvel skrift. Langtímarannsókn leiddi seinna í ljós að prófið spáði ágætlega fyrir um gengi nemenda í framhaldsskóla.
  69. Er ástæða fyrir Björn að verða glaður? Ræddu það ítarlega með hliðsjón af hugsanlegu samleitni- (convergent) og aðgreiniréttmæti (divergent validity) prófsins. 

  70. Niðurstöður prófa eru oft gefnar upp á formi staðaltalna (standard scores). Hverjir eru kostir þessa t.d. samanborið við hefðbundin 10-kvarða og hvaða eiginleika hafa staðaltöflur samanborið við 10-kvarða og hundraðsröð (percentile score)? Rökstyddu ítarlega. 
  71. Gerðu grein fyrir hugtökunum sanngildi (true score), villu (error) og raungildi (observed score) í tengslum við nákvæmni prófniðurstaða. Hvaða þættir ákvarða stærð hvers um sig? Hvað nákvæmlega er metið með áreiðanleika endurtekinnar prófunar (test-retest reliability) samanborið við áreiðanleika sambærilegra útgáfna (alternate forms reliability) miðað við ofangreind hugtök?
  72. Gerðu grein fyrir réttmæti (validity) með sérstakri áherslu á viðmiðsbundið réttmæti (criterion-referenced validity). Gættu þess að tilgreina meðal annars í hverju mikilvægi viðmiðsbundins réttmætis felst, hvernig það sé metið og hversu hátt það þarf að vera til að teljast fullnægjandi.
  73. Gera má greinarmun á stöðlun (standardization) og staðalbindingu (norm-reference) sálfræðilegra prófa. Hvað felst í hvoru um sig og að hvaða leyti er þetta líkt og að hvaða leyti eðlisólík hugtök.

Seinni hluti námskeiðsins

Athugaðu að hér vantar spurningar úr seinnihlutaprófum námskeiðsins. Allar spurningar úr lokaprófum námskeiðsins ættu  hins vegar að vera hér.

  1. Fjallaðu um helstu rök fyrir notkun atferlisskilgreininga (behavioral definitions).
  2. Hvað nákvæmlega er atferlisskilgreining (behavioral definition) og hvaða kröfur þurfa slíkar skilgreiningar að uppfylla?
  3. Fjallaðu um skerta styrkingu (intermittent schedule of reinforcement) og skýrðu hvað greinir hana frá sístyrkingu (samfelldri styrkingu; continuous reinforcement). Hver eru áhrif skertrar styrkingar á slokknun (extinction)?
  4. Berðu saman reglulega hlutfallsstyrkingu (fixed ratio schedule of reinforcement) við reglulega bilastyrkingu (fixed interval schedule of reinforcement) bæði hvað varðar framkvæmd og þess hegðunarmynsturs sem hvor um sig veldur.
  5. Hvernig er hægt að vita hvort áreiti (stimulus) eða atburður (event) er jákvæður styrkir (positive reinforcer) eða refsing (punishment) fyrir tiltekna hegðun? Útskýrðu rækilega og rökstuddu með dæmum.
  6. Hvers vegna er í sumum tilfellum viðeigandi að nota frekar margföld grunnlínusnið (multiple baseline design) en A-B-A snið (eða A-B-A-B... snið) til að meta áhrif inngrips (intervention) á hegðun? Útskýrðu meðal annars með dæmi.
  7. Í venjulegum hóprannsóknum eru áhrif óháðra breyta á tilraunahópinn metin út frá muninum á milli tilraunahóps og samanburðarhóps eftir að tilraunahópurinn komst í snertingu við óháðu breytuna. Hvernig eru áhrif óháðra breyta metin í einstaklingstilraunum?
  8. Fjallaðu um slokknun (extinction) í virkri skilyrðingu (operant conditioning) og helstu aðferðir til að auka viðnám við slokknun (resistance to extinction).
  9. Hver er helsti kostur við að nota atferlisskilgreiningar og hvernig þurfa þær að vera til þess að þær komi að gagni?
  10. Atferlisgreining leggur megináherslu á bein áhorf hegðunar í þeim aðstæðum sem hún á sér stað. Gengið er út frá því að hægt sé að breyta hegðun með breytingum á aðstæðum. Sálfræðileg próf eru talin mæla „innri“ eiginleika sem talið er að hegðun megi rekja til. Útiloka þessar tvær nálganir hvor aðra? Rökstyddu.
  11. Gefðu dæmi um atferli sem á að breyta og viðeigandi er að nota eftirfarandi snið til að meta áhrif inngrips.
    1. Margföld grunnlínusnið (multiple baseline design)
    2. A-B-A snið (eða A-B-A-B ...)
    3. Breytilegt viðmiðunarsnið (changing criterion design)

    Útfærðu dæmið vel og rökstyddu.

  12. Þú færð kvörtun um barn sem er ofvirkt. Lýstu nákvæmlega hvernig þú (námsráðgjafi) myndir reyna að vinna með atferlismótun til að leysa vanda tilvísandans.
  13. Þú hefur unnið úr vanda skjólstæðings með inngripi sem varð til þess að hegðun skjólstæðingsins náði settu markmiði. Lýstu nákvæmlega hvernig þú myndir stuðla að því að hegðun skjólstæðingsins eigi sér stað í nýjum aðstæðum, það er alhæfist. Taktu fram hver markhegðunin var, hvaða markmið náðist og hvert inngripið var þegar þú lýsir og rökstyður hvaða aðgerðir þú myndir beita til að stuðla að alhæfingu.
  14. Berðu hefðbundið sálfræðilegt mat (psychological assessment) á hegðunarvandamáli saman við atferlisgreiningu (behavior analysis) á sama vanda. Fjallaðu meðal annars um hvernig þessar tvær nálganir (approaches) eru líkar eða ólíkar og hvort þær útiloki hvora aðra.
  15. Fjallaðu um muninn á jákvæðri (positive) og neikvæðri styrkingu (negative reinforcement) annars vegar og muninn á þeim og refsingu (punishment) hins vegar. Útskýrðu hvernig farið er að því að flokka atburði (events) og áreiti (stimuli) sem styrki (reinforcer) eða refsingu.
  16. Fjallaðu um margfalt grunnlínusnið (multiple-baseline design). Hver er tilgangurinn með notkun sniðsins? Í hvaða aðstæðum hentar að nota þetta snið? Gefðu dæmi um atferli sem hægt væri að athuga með þessu sniði. Útfærðu dæmið.
  17. Lýstu því hvernig þú myndir nýta þekkingu þína á áreitastjórn (stimulus control) og styrkingu (reinforcement) til að kenna einhverjum í þínu nánasta umhverfi að hætta að safna skuldum. Hvaða snið (design) myndir þú nota til að meta árangurinn af kennslunni?
  18. Leitað er til þín vegna barns með hegðunarvandamál. Þú veist að hvatningarkerfi þar sem barnið getur unnið sér inn punkta, broskalla eða límmiða fyrir batnandi hegðun hafa reynst árangursrík við að útrýma hegðunarvandamál. Lýstu því nákvæmlega hvernig þú myndir setja upp slíkt kerfi með því að nýta þekkingu þína á hagnýta atferlisgreiningu.
  19. Fullorðin námsmaður leitar til þín og segir þér frá því að hann er í vandræðum með að gera það sem námið krefst af honum, þ.e. að sitja lengi við lestur námsbóka, að mæta í kennslustundir og að taka glósur í tímum. Hvað nákvæmlega myndir þú ráðleggja honum að gera og hvernig myndir þú aðstoða hann við að breyta hegðun sína með sjálfsstjórnartækni þannig að hann hætti ekki í náminu.
  20. Segðu frá tengslunum á milli jákvæðrar styrkingar, aðgreiningar, greinireitis, alhæfingar og viðhald á áhrifum inngrips á markhegðun. Gefðu dæmi sem sýnir tengslin á milli þessara þátta náms og taktu fram hvaða þáttur dæmið sýnir hverju sinni.
  21. Berðu saman A-B-A-B, margföld grunnlínusnið (multiple baseline design) og breytt viðmiðunarsnið (changing criterion design). Gefðu dæmi af aðstæðum þar sem viðeigandi væri að nota hvert snið og rökstyddu valinu.
  22. Fjallaðu um helstu aðferðir til að minnka óæskilega hegðun, útskýrðu þær atferlislegu reglur (behavioral principles) sem þar liggja að baki og lýstu hverri aðferð fyrir sig með vel útfærðu dæmi.
  23. Greindu frá því hvernig nota má fráreiti (aversive stimulus) til þess að auka eða minnka hegðun. Útskýrðu þær atferlislegu reglur (behavioral principles) sem liggja að baki og lýstu hverri aðferð fyrir sig með vel útfærðu dæmi.
  24. Greindu frá því hvernig þú myndir framkvæma atferlismat (behavioral assessment) í námsráðgjöf ef nemandi kvartar um hrakandi námsgengi vegna slæmrar mætingar. Hvaða skref þyrftir þú að taka til að meta (assess) erfiðleika nemandans og leysa vanda hans?
  25. Lýstu aðferðum sem byggja á refsingu (punishment) óæskilegrar hegðunar, þar á meðal mismunandi tegundir af styrkingarhléi (time-out). Fjallaðu um þær siðfræðilegu forsendur sem mælt er með að verði að vera fyrir hendi þegar áætlun um að grípa til refsingar er gerð. Fjallaðu einnig um þau viðmið sem verður að nota þegar ákveða á hvort áfram skuli nota refsingu til að stjórna tiltekinni hegðun einstaklings.
  26. Kennari og foreldri koma til þín og kvarta undan óþekkt hjá tilteknu barni sem auk þess er á eftir í námi og er afskaplega mótþróafullt bæði heima og í skólanum. Lýstu nákvæmlega hvernig þú (námsráðgjafi) myndir reyna að leysa vandann með atferlismótun (behavior modification).
  27. Leitað er til þín sem námsráðgjafa vegna námsörðugleika nemanda í grunnskóla. Hvernig myndir þú fara að því að beitan þekkingu, sem þú hefur öðlast í þessu námskeiði í heild, til að meta vandamálið og reyna að leysa úr því? Taktu dæmi og útfærðu það eins og þú þarft til að rökstyðja mál þitt.
  28. Greindu ítarlega frá helstu aðferðum sem má nota til að tryggja alhæfingu (generalization) hegðunar frá einum aðstæðum til annarra.
  29. Fjallaðu um skerta styrkingu (intermittent schedule of reinforcement) og skýrðu hvað greinir hana frá sístyrkingu (samfelldri styrkingu; continuous reinforcement). Hver eru áhrif skertrar styrkingar á slokknun (extinction)? Hvaða hlutverki gegnir skert styrking eftir að íhlutun lýkur? Útskýrðu með dæmi.
  30. Greindu frá því helsta sem greinir á milli mats sem byggir á sálfræðilegum prófum og mats sem byggir á atferlisgreiningu. Greindu meðal annars frá ólíkum forsendum, ólíkum aðferðum við framkvæmd matsins, ólíkum markmiðum og ólíkri túlkun á niðurstöðum matsins. Útskýrðu rækilega með dæmum.
  31.  Hvert er markmiðið með því að nota einstaklingstilraunasnið? Af hverju er stundum meira viðeigandi að nota margföld grunnlínusnið (multiple baseline design) en A-B-A-B tilraunasnið? Útskýrðu meðal annars með því að nota dæmi. 
  32.  Lýstu aðferðum til að hafa áhrif á hegðun sem byggja á lögmálinu um refsingu (punishment). Berðu saman þessar aðferðir við þær sem byggja á lögmálinu um styrkingu hegðunar og segðu hvenær þykir réttlætanlegt að grípa til aðferða sem byggja á refsingu. Gerðu rækilega grein fyrir siðfræðilegum forsendum sem verða að vera fyrir hendi áður en gripið er til refsingar í markvissri íhlutun.
  33. Lýstu því hvernig þú myndir nýta þekkingu þína á áreitastjórn (stimulus control) og styrkingu (reinforcement) til að kenna skjólstæðingi þínum að auka námsástundun sína. Fjallaðu einnig um hvaða tilraunasnið þú myndir nota til að meta árangurinn af ráðgjöf þinni.
  34. Ráðgjöf þín hefur leitt til þess að skjólstæðingur þinn hefur aukið námsástundun sína. Lýstu því nákvæmlega hvernig þú myndir stuðla að því að breytingar á hegðun skjólstæðingsins haldist við, yfirfærist yfir á skylda hegðun og verði ekki bundnar við að hann komi til þín í mörg ár að sækjast eftir ráðgjöf heldur geti verið sjálfstæður í þessu máli. 
  35. Af hverju er mikilvægt að unnið sé að íhlutun eins og um tilraun væri að ræða og að notast sé við einstaklingstilraunasnið (single-subject experimental designs) þegar það er gert. Ræddu í þessu sambandi um hvernig margföld grunnlínusnið (multiple baseline design) og breytilegt viðmiðunarsnið (changing criterion design) eru hentugri tilraunasnið fyrir hagnýtt starf en ABAB tilraunasnið.
  36. Fjallaðu um greinstyrkingu æskilegrar hegðunar og rökstyddu að þessi tækni sé betri til að minnka óæskilega hegðun en beitingu refsingar. Fjallaðu um jákvæða og neikvæða refsingu og skýrðu frá þeim siðareglum sem gilda um markvissa notkun jákvæðrar refsingar í meðferðar- og kennslustarfi.