Verkefni í Ýmsum námsörðugleikum


Hugrún B. Hafliðadóttir
Málfarslegir erfiðleikar barna

Mörg börn eiga í erfiðleikum með máltöku og máltjáningu. Í grunnskólum er algengi þeirra um 1-3%. Hér er átt við seinkun málþroska eða skerta færni á málsviði. Málfarslegir erfiðleikar eru aðallega þrenns konar; málhömlun, málstol og málþroskatruflanir í tengslum við annað afbrigðilegt þroskamynstur. Orsakir þeirra má rekja annað hvort til þess að talstöðvar heilans eru skaddaðar eða að málið er ófullkomið vegna utanaðkomandi aðstæðna. Vert er að hafa áhyggjur af ófullkomnu tali 4-4½ árs barns. Börn á leikskóla- og grunnskólaaldri eiga rétt á málörvun og talkennslu samkvæmt lögum. Margt fagfólk starfar við greiningu, ráðgjöf og meðferð barna með málfarslegra erfiðleika, en þjónustan er takmörkuð, m.a. vegna sparnaðar í þjóðfélaginu.