Verkefni í Ýmsum námsörðugleikum


Anna Kristín Halldórsdóttir
Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra

Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra, er staðsett í Hátúni 10d. Þangað leitar fólk 18 ára og eldra sem hefur fatlast í slysum eða vegna sjúkdóma og þarf í framhaldi af því að endurhæfa sig og aðlagast breyttri starfsgetu. Skilyrði fyrir inngöngu er að viðkomandi sé fær um að nýta sér þá aðstoð sem boðið er upp á og sé jafnframt í þörf fyrir þá þjálfun og stuðning sem veittur er.

Þegar metið er hvort umsækjandi hafi þörf fyrir að komast að hjá Hringsjá er ekki eingöngu litið á fötlunina sem viðkomandi býr yfir heldur ekki síður hvort hún hamli honum þannig að hún hafi áhrif á starfsgetu hans og atvinnuhorfur. Þannig eru einstaklingar sem hafa sótt námið hjá Hringsjá mjög misjafnalega mikið fatlaðir. Fötlun þeirra sem hafa sótt námið er skipt í aðalflokka og er aðallega um að ræða fólk sem er 18 ára og eldra.

Aðalmarkmiðið með starfseminni hjá Hringsjá er að búa nemendur undir störf á almennum vinnumarkaði og nám í framhaldsskólum. Megin áhersla er lögð á að greinar sem að gagni koma í atvinnulífinu. Einnig er lögð áhersla á náms- og starfsráðgjöf, starfskynningu og atvinnuleitarnámskeið.

Starfsráðgjafi er starfandi hjá Hringsjá. Hann kennir námstækni, veitir nemendum viðtöl í sambandi við náms-og starfsráðgjöf og heldur atvinnuleitarnámskeið. Hluti af starfi ráðgjafans er einnig að fylgjast með hver afdrif nemenda hafa orðið eftir að þeir hafa lokið námi hjá Hringsjá. Nú þegar hafa verið gerðar tvær kannanir og er athyglisvert að sjá að áberandi flestir nemendurnir fara annað hvort í frekara nám eða út á vinnumarkaðinn að loknu náminu. Verið er að gera þriðju könnunina (í nóvember 1997) og eru ekki komnar neinar niðurstöður úr henni.

©1997