Anna Kristín Halldórsdóttir
Hringsjá


Fötlunarflokkar

Frá upphafi hafa 199 einstaklingar innritast í starfsþjálfun fatlaðra. Eins og áður sagði er ekki litið fyrst og fremst á fötlunina heldur hvort og hversu hamlandi hún er fyrir hvern einstakling sem sækir um inngöngu hjá Hringsjá. Sex meginflokkar fötlunar eru notaðir til að aðgreina fötlun þeirra er sækja um inngöngu og er hér á eftir sýnt hvernig skipting þeirra hefur verið:

Fötlun

Fjöldi

%



Giktar- eða baksjúkdómar

32

16,0

Spastískir eða helftarlömun

27

13,6

Þverlamaðir eða klofinn hryggur

19

9,6

Geðfatlaðir

53

26,7

Sjónskertir

11

5,5

Annað (t.d. flogaveiki, krabbamein, rýrnun, höfuðáverkar, heilablæðing, útlimamissir o.fl.)

57

28,6



Alls

199

100,0

Áberandi flestir flokkast í hóp fjögur og hóp sex eða alls 55,3 %. Nokkuð liggur í augum uppi hvers vegna svo margir eru í hópi sex þar sem þar eru gífurlega stóran hóp að ræða. Hins vegar er athyglisvert að næst stærsti hópurinn skuli vera geðfatlaðir . Ein af ástæðunum gæti verið sú að geðfatlaðir rekast oft illa í almenna skólakerfinu og flosna því oft upp frá námi. Þeir sækja stöðugt meira í námið hjá Hringsjá vegna þess stuðningskerfis sem þar er boðið upp á.

©1997