Anna Kristín Halldórsdóttir
Hringsjá


Starfsráðgjafi

Náms og starfsráðgjafi hjá Hringsjá er Marín Björk Jónasdóttir. Í hennar starfi felst með annars ráðgjöf og faglegur stuðningur, eftirfylgd með fyrrum nemendum og viðtöl við nemendur í skólanum svo og aðra sem áhuga hafa á starfi skólans. Hluti af hennar starfi er einnig að taka þá sem þess óska í STRONG áhugasviðskönnun og geta bæði nemendur skólans og utanaðkomandi nýtt sér það. Vaxandi þáttur í starfi ráðgjafa er að veita fólki utan skólans ráðgjafaviðtöl og er það gjarnan í gegnum tilvísunaraðila. Í viðtali við Marín í október 1997 komu meðal annars eftirfarandi atriði fram:

Að þó opinbera markmiðið með starfseminni sé að búa þá einstaklinga sem þangað leita undir áframhaldandi nám eða störf á vinnumarkaðinum þá sé hið dulda markmið ekki síður mikilvægt:

Að efla og styrkja sjálfsöryggi nemenda. Að hjálpa þeim að öðlast aukna trú á sjálfum sér og gera sér jafnframt grein fyrir eigin getu og takmörkunum á raunhæfan hátt.

Í viðtalinu kom einnig fram að mjög mikilvægt er að vinna með hverjum einstakling á hans eigin grunni það er að segja að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf og kennslu. Starfinu sé þannig háttað að ekki sé hægt að búa til einn námspakka sem henti öllum nemendum sem inn koma í skólann hverju sinni. Sem dæmi tiltók hún að sumir nemendur þurfi aukna aðstoð vegna kvíða og feimni á meðan aðrir þurfa hjálp við að horfa framan í hvern dag vegna depurðar. Alls ekki sé sama hvort um sé að ræða t.d. nemanda með framheilaskaða eða nemanda í hjólastól.

©1997