Verkefni í Ýmsum námsörðugleikum


Guðrún Oddsdóttir
Einhverfa og leikskóli

Einhverfa er þroskatruflun sem lýsir sér að mestu sem vanhæfni í félagslegum tengslum, samskiptum og tjáningu. Börn með alvarlega einhverfu þurfa mikla aðstoð hvort sem er við athafnir daglegs lífs, eða flóknari verkefni.

Lög og reglugerðir um aðbúnað fatlaðra barna á leikskólum eiga við um einhverfa þar sem um skilgreinda fötlun er að ræða.

Þjónustuúrræði einhverfra barna undir grunnskólaaldri í Reykjavík eru í höndum Dagvistar barna. Engar formlegar reglur eru um meðferð þá sem börnin skulu fá en Fagsvið Dagvistar reynir að koma til móts við þarfir hvers einstaklings. Núna eru þjálfunaráherslur fyrir einhverfa að breytast frá TEACCH sjónarmiði yfir í atferlisþjálfun.

Umsjónarfélag einhverfra er einu samtökin hér á landi sem einbeitir sér að hagsmunum einhverfra og fræðslu þar að lútandi.

Hvernig reynast þau úrræði sem í boði eru og hversu ítarlegar eru lagasetningar þar að lútandi?

Palli var einn í heiminum, reynslusaga fimm ára drengs með alvarlega einhverfu af leikskólakerfinu.

©1996