Til þess að komast að því hvort munur sé á meðaltölum hópa í rannsóknum eru notuð þar til gerð próf. Hafa ber tvennt í huga þegar próf er valið: hvers konar spurningum þarf að svara og hvernig hafa þessi próf stjórn á ályktunarvillum.
Til þess að hafa stjórn á ályktunarvillum eru sett mörk á α´. Hægt er að fara þrjár leiðir til þess: Error rate by comparison, Error rate per family og Error rate familywise. Í prófi Dunnetts er notast við Error rate by comparison.
Próf Dunnetts er notað þegar ætlunin er að athuga mun milli samanburðarhóps og annarra hópa. Við þessar aðstæður þá veitir próf Dunnetts minnstu líkurnar á villutíðni. Þetta er vegna þess að ekki eru gerðir margir samanburðir heldur aðeins einn. Þetta er jafnframt ókostur prófsins því það veitir augljóslega takmarkaðar upplýsingar.
Próf Dunnetts er tiltölulega einfalt í framkvæmd. Fundin er staðalvilla mismunar á hópunum, henni deilt í mismuninn og síðan er útkomunni flett upp í sérstakri töflu sem Dunnett útbjó. Í töflunni fæst síðan gildi sem segir til um hvort marktekt sé fyrir hendi eða ekki.
Próf Dunnetts er bæði hægt að nota sem einhliða eða tvíhliða próf eftir því sem hentar betur í hvert skipti. Niðurstöður úr prófi Dunnetts er einnig hægt að fá úr SPSS þar sem eru niðurstöður auðlesanlegar.
© 2003 Sóley Jökulrós Einarsdóttir