Próf Dunnetts er þannig byggt upp að með því að nota meðalsummu kvaðrata og úrtaksstærð meðferða- og samanburðarhóps er staðalvilla mismunarins fengin. Deilt er svo í mismuninn með staðalvillunni til að finna t-gildi sem er síðan flett upp í sérstakri töflu sem Dunnett útbjó.
Með því að fletta upp viðeigandi fjölda hópa og frígráða má finna þann þröskuld (critical value) sem segir til um hvort núlltilgátan sé rétt eða ekki bæði við a = 0,01 og 0,05. Ef úrtaksstærð meðferðahópa eru jafnar en stærð samanburðahóps er ekki sú sama þá skal nota leiðrétta töflu Hochberg og Tamhane frá 1987.
Til þess að halda rannsóknarvillunni í 5% þá hækkar þröskuldurinn (critical value) í Dunnett prófi eftir því sem hóparnir eru fleiri.
Vegna þess að samanburðirnir innihalda allir meðaltalið af samanburðarhóp þá eru þeir háðir samanburðir eða hornskakkir. J er heildarfjöldi hópa og samanburður byggist á J – 1 sem er mismunur á meðferðarhópum og samanburðarhópi. Samanburðurinn sem Dunnett prófið gerir á meðaltölum hópa er Stepwise vegna þess að hann er ekki gerður nema að ákveðnum skrefum hafi verið fylgt eftir.
© 2003 Sóley Jökulrós Einarsdóttir