VefverkefniT-próf

Til er fjöldi marktektaprófa fyrir samanburði og miðast þau við ólíkar aðstæður. Hér verður farið yfir t-próf.

Þegar t-próf eru notuð þurfa að liggja fyrir mynstur meðaltalna og setja þarf fram tilgátur sem leiða af sér ákveðna samanburði meðaltalna. Prófið hentar vel þegar prófað er út frá skýrri og nákvæmri tilgátu sem sett hefur verið fram áður en gögnum er safnað. Fjöldi samanburða mega ekki vera fleiri en k-1. T-prófið leggur mat á það hvort meðaltal tveggja hópa sé tölfræðilega ólík hvort öðru.

Samanburðirnir þurf að vera fáir og óháðir. Ef hóparnir eru óháðir hefur frammistaða í öðrum hópnum ekki áhrif á frammistöðu í hinum. En ef hóparnir eru háðir er fylgni milli hópanna, þ.e. frammistaða í öðrum hópnum tengist frammistöðu í hinum.

Til að t-próf verði afkastamikil þarf úrtakið að vera normaldreift og engir útlagar í því. Einnig þarf úrtakið að vera tilviljunar valið og tilviljunarskipting í hópana.

Til að fá upplýsingar um hvernig úrtakið dreifist þá reiknum við út öryggisbil úrtaksins. Þannig er hægt að sjá hvort að úrtakið sé normaldreift og þannig fáum við upplýsingar um hvort að ein af forsendum t-prófsins eru til staðar.

Með því að reikna út Cohens d þá fáum við staðlaðan mun á milli tveggja úrtaka sem gerir allan samanburð einfaldari. Cohens d gefur okkur áhrifin á milli hópanna.