VefverkefniAðfallsgreining

Aðfallsgreining er tölfræðiaðferð sem notuð er til að greina tengsl milli breyta. Hún veitir upplýsingar um þau áhrif sem frumbreyta (x) hefur á fylgibreytu (y). Þegar um eina frumbreytu er að ræða (sem hefur aðeins eitt gildi) er talað um einfalda aðfallsgreiningu (simple regression). Þegar frumbreyturnar eru margar er talað um marghliða aðfallsgreiningu (multiple regression). Þar eru Beta, staðlaður hallastuðull (standardised regression coefficients) og R fjölfylgnistull (R, R², Adjusted R Square) í aðalhlutverki.

Greiningin felur í sér spá um tengslin og er grunnhugmyndin sú að þegar um línuleg tengsl er að ræða milli breyta, þá sé hægt að nota línu til að spá fyrir um gildi á fylgibreytunni fyrir tiltekin gildi á frumbreytunni. Oftast er fylgnirit (scatterplot) notað til að sýna dreifingu gagnanna og svo er lína dregin í gegnum þau, sem fellur best að þeim. Tilgangur einfaldrar aðfallsgreiningar er finna jöfnu bestu línu eins og áður segir.

Jafnan felur í sér afstöðu línu í gegnum gögnin sem hefur minnstu mögulega villu (e). Línan gefur spágildi ('Y) og munurinn á milli raungildis (Y) og spágildis er kölluð leif. Grundvallarmarkmið aðfallsgreiningar er að finna út hvaða jafna lýsir best tengslum milli frum- og fylgibreytu. Niðurstaðan hefur tvíþættan tilgang: Annarvegar að segja til um hversu mikil áhrif breytingar á hverju gildi X hefur á Y og hinsvegar veitir hún forspá um gildi á y.