Fjöldi þátta sem á að draga út í þáttagreiningu Parallel analysis

Parallel analysis er tölfræðiaðferð sem stundum er notuð til þess að ákvarða fjölda þátta sem á að draga út í þáttagreiningu. Eigingildi raunverulegu gagnanna eru þá borin saman við eigingildi gagna sem fengin eru með tilviljun.

Til þess að nota þessa aðferð eru gögn búin til með tilviljun. Þessi tilviljunargögn hafa sama fjölda breyta og gilda og raunverulegu gögnin. Bæði gagnasöfnin eru svo þáttagreind og gerð línurit sem gefa til kynna eigingildi þátta beggja gagnasafna. Skurðpunktur línanna gefur svo til kynna fjölda þátta sem á að draga út.

Dæmi um Parallel analysis er hér fyrir neðan:

Hér á að birtast mynd af Parallel Analysis

Skurðpunktur línunar fyrir raungögnin og tilviljunargögnin er á þriðja þætti í þessu dæmi. Samkvæmt Parallel analysis ætti þá að draga út þrjá þætti.

Parallel analysis er talin sú aðferð sem gefur nákvæmasta fjölda þátta sem á hafa í lausninni. Þetta er vegna þess að aðferðin kemur í veg fyrir að áhrif úrtaksvillu (sampling error), sem er helsta ástæðan fyrir því að viðmið Kaisers ofmetur fjölda þátta. Eigingildi í raungögnunum sem eru lægri en samhliða eigingildi tilviljunargagna eru talin vera vegna úrtaksvillu og eru þeir þætti því ekki hafðir með í lausninni.

Þrátt fyrir að vera nákvæmasta viðmiðið er Parallel analysis sú aðferð sem er einna minnst notuð til þess að ákvarða fjölda þátta sem á að draga út í þáttagreiningu. Ýmsar ástæður eru taldar geta legið að baki en þær helstu eru taldar vera: lítil umfjöllun í kennslubókum, lítil þjálfun í námi á notkun aðferðarinnar og einfaldlega hefð.