Blindir og sjónskertir nemendur koma úr Álftamýrarskóla. Þar er starfrækt sérdeild sem miðast við þarfir blindra og sjónskertra. Veitt er ráðgjöf til framhaldsskóla sem taka við nemendum með þessa fötlun. Sérstaða blindra og sjónskertra sökum fötlunar sinnar er margvísleg. Nægir þar helst að nefna einangrunina sem fylgir því þegar mikilvægustu skynfæri líkamans eru ekki í lagi. Miklar framfarir hafa orðið á síðustu árum í kennslu blindra og sjónskertra. Hefðbundin blindrakennsla hefur verið byggð á blindraletrinu kennt við Braille. Kerfið byggir á upphleyptum punktum sem koma í stað stafa. Hins vegar hefur tölvutæknin breytt miklu í kennslumálum blindra og sjónskerta. Sem dæmi um hjálpartæki sem notuð eru í dag eru blindratölvur, með blindraletursskjá.Einnig eru notaðir svokallaðir talgervlar sem breyta tölvutexta í talað mál.
Frekari upplýsingar um blindu og sjónskerðingu má fá í Sálfræðibókinni.
©1996