Sigríður Teitsdóttir
Asperger


Gagntækar þroskatruflanir

Gagntækar þroskatruflanir (PDD, pervasive developmental disorders) birtast yfirleitt á fyrstu ævi árunum. Þótt það ástand tengist oft seinþroska einstaklingum, greinist það stundum einnig hjá þeim, sem eru með eðlilega greind. Jafnvel þegar þetta einkenni tengist seinþroska, er þroska- og hegðunarferlið, sem því er samfara, greinilegt. Ýmis sameiginleg einkenni eru fyrir hendi, einkum vanhæfni í félagslegum samskiptum, tjáskiptum, áhugasviðum og athöfnum. Það sem á milli skilur, felst einkum í því, í hversu ríkum mæli þessi vanhæfni er til staðar. T.d. að á meðan einhverfur einstaklingur lærir seint eða alls ekki að tala, sýnir einstaklingur með Asperger ekki „klínískt mælanlegan seinþroska" í þeim efnum. Einstaklingur með Asperger kann hins vegar að upplifa ákveðna erfiðleika í að skilja mælt mál, einkum þegar það felur í sér háð, glettni eða aðrar óhlutstæðar merkingar. Einhverfa og Asperger eru þekktustu dæmin um slíkar þroskatruflanir, og mynda, ásamt öðrum svipuðum þroskaágöllum , flokk sem ber heitið gagntækar þroskatruflanir (PDD).

Samkvæmt ICD-10 (International Classification of Diseases) staðli eru einnig innan þess flokks:

Allar þessar þroskatruflanir hafa einhver séreinkenni en sameiginleg einkenni eru það sterk að þær eru flokkaðar saman.

©1997