Samkvæmt upplýsingum frá prófstjóra verður prófið 7.desember nk. kl. 900–1300.
Prófað verður úr öllu námsefninu sem sett hefur verið fyrir og úr efni fyrirlestra. Áherslan er þó á námsefnið sem sett hefur verið fyrir, sbr. leslista.
Frammistaða í prófinu gildir 70% af lokaeinkunn. Verkefni annarinnar gilda 30% af lokaeinkunn. Vel gert og vandað vefverkefni getur hækkað verkefniseinkunn um allt að einn heilan.
Prófið mun samanstanda af fimm spurningum sem vega 20% hver eða samtals 100% af prófinu. Gefnar verða upp sex spurningar og skal aðeins svara fimm þeirra.
Ætlast er til að í svörum sé fjallað sé um afmarkað efni í tiltölulega stuttu máli. Algeng lengd á svari er 1½ –2 blaðsíður.
Nemendur hafa aðgang að lista yfir prófspurningar sem verið hafa áður á prófum í námskeiðinu.
Ekki líta á þessa lýsingu sem bindandi, því það er hugsanlegt að einhverjar breytingar verði á þessari uppbyggingu. Tilgangur lýsingarinnar er að gefa einhverja hugmynd um hvernig prófið verður og auðvelda þér þannig að undirbúa þig undir það.
Gangi ykkur vel.