Prófspurningar í lokaprófi í Ýmsum námsörðugleikum
árin 1990 til 1997
Athugaður að þessi samantekt er nákvæmlega það sem titillinn gefur til kynna. Þetta er ekki endilega vísbending um að þessar eða svipaðar spurningar verði á prófi. Þetta er ekki heldur vísbending um að þessar spurningar verði ekki á prófi. Auk þess geta sumar spurningar verið úreltar vegna breytinga á námsefni eða af öðrum ástæðum.
Smáspurningar
- Gerðu stuttlega grein fyrir þeim atriðum sem gerir erfitt að ákvarða nákvæmlega tíðni námserfiðleika.
- Gerðu greinarmun á hugtökunum fötlun (handicap) og hömlun (disability), fjallaðu um þau út frá samspili einstaklings og umhverfis og taktu afstöðu til gagnsemi hugtakanna.
- Gerðu grein fyrir hugtökunum fötlun (handicap) og hömlun (disability) og fjallaðu um þau almennt með tilliti til þeirra úrræða sem eru fyrir fatlaða einstaklinga. Miðað við nýlegar tölur um 50% hlutfall lestregra í einum reykvískum framhaldsskóla, hvort væri eðlilegra að álíta þessa nemendur hamlaða eða fatlaða?
- Gerðu nákvæma grein fyrir hugtökunum hömlun (disability) og fötlun (handicap) og greindu frá því hvaða áhrif mismunandi kröfur umhverfisins geta haft á hvort um sig.
- Gerðu grein fyrir ólíkum tilgangi eða markmiði (5-6 tegundir) aðstoðar við fatlaða eða aðra sem eiga í erfiðleikum. Gefðu dæmi um hvert um sig miðað við framhaldsskólanema með lágar samræmdar einkunnir og því líklegir til að hverfa frá námi.
- Lýstu þremur helstu líkönum aðstoðar fyrir sérnemendur í skólum. Gerðu grein fyrir hverju og einu líkani fyrir sig, hvenær það hentar sérstaklega og taktu dæmi um hvernig flétta megi fleiri en eitt líkan saman í aðstoð við sérnemendur í unglingadeildum grunnskóla eða í framhaldsskóla.
- Lýstu þremur helstu líkönum aðstoðar fyrir sérnemendur. Gerðu rökstudda grein fyrir því hvaða líkön felast, að þínum dómi, í helstu úrræðum á fyrstu tveimur önnum framhaldsskóla (þ.e. fornámsdeildir, 0 áfangar, hægferðir, ...).
- Tilgangi eða markmiði aðstoðar við fatlaða einstaklinga eða þá sem eiga í námserfiðleikum má skipta í 5-6 flokka. Gerðu ítarlega grein fyrir hverju markmiði (tilgangi) fyrir sig ásamt raunhæfum dæmum um þessa flokka.
- Gerðu grein fyrir aðlögunarnálgun að skilgreiningu afbrigða/ erfiðleika. Hver eru helstu einkenni aðlögunarnálgunar, hvernig er hún ólík öðrum nálgunum og hverjir eru kostir og gallar hverjar nálgunar fyrir sig?
- Gerðu grein fyrir hæfnisnálgun að skilgreiningu erfiðleika og berðu hana saman við aðlögunarnálgun. Nákvæmlega hvaða áhrif gæti áhersla á aðra þessara nálgana haft á viðbrögð við ófullnægjandi lestrarkunnáttu við upphaf framhaldsskóla? Rökstuddu nákvæmlega.
- Greindu stuttlega frá þeim atriðum sem gerir erfitt að ákvarða nákvæmlega tíðni námserfiðleika, ef farið væri eftir aðlögunarnálgun að skilgreiningu erfiðleika.
- Gerðu grein fyrir hæfnisnálgun að skilgreiningu afbrigða/ erfiðleika. Hver eru helstu einkenni hæfnisnálgunar, hvernig er hún ólík öðrum nálgunum og hverjir eru kostir og gallar hverjar nálgunar fyrir sig?
- Gerðu grein fyrir hæfnisnálgun að skilgreiningu erfiðleika í lestri í fyrstu bekkjum grunnskóla. Nákvæmlega á hvern hátt er hæfnisnálgun með aðrar áherslur en aðrar nálganir að skilgreiningu erfiðleika og hverjir eru kostir hennar og gallar umfram þær.
- Gerðu grein fyrir hvaða áhrif áhersla á mismunandi nálganir að skilgreiningu erfiðleika gæti haft á viðbrögð við ófullnægjandi lestrarkunnáttu við upphaf framhaldsskóla? Rökstuddu nákvæmlega.
- Greindu stuttlega frá þeim þremur ólíku sviðum (tegundum) þar sem sérþarfir (special need) geta verið til staðar og gefðu vel útfært dæmi um hverja tegund sérþarfa fyrir sig.
- Í stuttu máli, hvað segja rannsóknir okkur um virkni (efficacy; effectiveness) sérkennslu? Greindu sérstaklega frá áhrifum blöndunar (mainstreaming) og aðgreiningar á námsárangur og félagslega aðlögun.
- Greindu frá áhrifum blöndunar (mainstreaming) og aðgreiningar á námsárangur og félagslega aðlögun. Fjallaðu auk þess sérstaklega um þau atriði sem mæla annars vegar með og hins vegar gegn blöndun líkamlegra fatlaðra nemenda.
- Tilgreindu stuttlega helstu tegundir orsaka fyrir fötlunum (að námserfiðleikum meðtöldum). Í hverju gæti orsök lestregðu (reading disability) verið fólgin hjá einhverjum tilteknum nemanda og hve miklu skiptir að þekkja hana til að ákvarða úrræði fyrir hinn lestrega. Rökstuddu nákvæmlega.
- Hver er munurinn á algengi (prevalence) og nýgengi (incidence)? Hvert er algengi og nýgengi þroskahömlunar og hvaða breytingar verða á þeim (algengi og nýgengi) með aldri?
- Hvað er þroskahömlun (mental retardation), hvernig og hvenær uppgötvast hún og hvaða rök hníga með og á móti venjulegun (normalization) fyrir þessa einstaklinga?
- Hverjar eru orsakir þroskahömlunar (mental retardation) og í hverju er meðferð hennar fólgin?
- Gerðu grein fyrir þroskahömlun (mental retardation), tíðni hennar og stigi (magnitude). Hverjar eru, almennt séð, algengustu orsakir þroskahömlunar þar sem greindarvísitalan er 40 eða lægri?
- Hvernig er þroskahömlun (mental retardation) skilgreind og hversu algeng er hún? Hvaða röksemdir eða öfl liggja að baki núverandi áherslu á blöndun (mainstreaming) og venjulegun (normalization)?
- Fjallaðu um erfiðleika sem líkamlega fatlaðir einstaklingar mæta í námi og skólastarfi. Gættu þess að greina frá erfiðleikum í námi, félagsaðlögun og sálrænum vandamálum. Hvernig getur skólinn og starfsmenn hans brugðist við erfiðleikum þessara einstaklinga?
- Hvað er flogaveiki (epilepsy), hverjar eru helstu tegundir hennar, hvað orsakar hana og hvaða áhrif hefur hún á námsgetu og félagsaðlögun?
- Greindu frá flogaveikir (epilepsy), helstu tegundum hennar, orsökum og meðferð. Hvernig ættir þú að bregðast við hverri tegund fyrir sig ef þú kæmir að framhaldsskólanema í miðju flogaveikikasti?
- Hvað er heilalömun (cerebral palsy), hverjar eru helstu tegundir hennar og hvaða áhrif hefur hún á námsgetu og félagsaðlögun?
- Hvað er astmi (asthma), hvaða lífeðlisleg viðbrögð eða ástand liggur honum til grundvallar, hver eru einkenni hans og hvaða úrræði eru við hæfi.
- Hvað er astmi (asthma), í hverju felst astmasvörun líkamans, og hvað kemur svöruninni af stað? Ef þú fengir nemanda í framhaldsskóla sem væri með astma, hvaða einkenni gætirðu þú orðið vör við og hvaða viðbrögð væru eðlileg af hendi námsráðgjafa og kennara?
- Skilgreindu námshömlun (learning disability) og fjallaðu um gagnsemi úrræða við námshömlun sem byggjast á þjálfun undirliggjandi getuþátta, svo sem hreyfingum eða skynhreyfileikni (psychomotor skills).
- Hvað er námshömlun (learning disability) og hvaða einkenni í skynjun, máli og hegðun geta verið samfara henni? Hversu vænlegt er að þjálfa námshamlaða einstaklinga í sjónúrvinnslu og minnisstarfi í því skyni að auðvelda þeim nám sitt?
- Hvað er námshömlun (learning disability) og hverjar eru orsakir hennar? Að hvaða leyti eru orsakirnar í samræmi við sjónúrvinnslu- (visual processing) og minniserfiðleika (memory deficiency) þeirra?
- Hvað er námshömlun (learning disability) og að hve miklu leyti er skilgreining hennar fullnægjandi út frá hefðbundnum viðmiðum um flokkunarkerfi?
- Hver er munurinn á algengi (prevalence) og nýgengi (incidence)? Hvaða breytingum er líklegt að algengi og nýgengi lestregðu taki yfir ævi einstaklings? Rökstuddu nákvæmlega og taktu tillit til álitamála.
- Hvað er lestregða (reading disability), hvaða einkenni er líklegast að þú sjáir hjá lestregum framhaldsskólanema og hvaða undirliggjandi erfiðleikar liggja einkennunum til grundvallar?
- Hvað nákvæmlega er lestregða (reading disability), hvernig birtast erfiðleikar þeirra við lestur og hvaða þættir lestrarferlisins veitast þeim erfiðastir.
- Í stuttu máli hvaða rök mæla með því og hver mæla gegn því að minniserfiðleikar (memory deficits) liggi til grundvallar erfiðleikum margra námshamlaðra (learning disabled) nemenda?
- Gerðu grein fyrir eiginleikum góðra flokkunarkerfa. Útskýrðu þessa eiginleika með dæmum í tengslum við flokkun séreinstaklinga (exceptional individuals).
- Hverjir eru eiginleikar góðra flokkunarkerfa? Útskýrðu þessa eiginleika með því að taka dæmi af kerfi sem flokkar lestrega einstaklinga í (a) þá sem lesa hægt en með skilningi og (b) þá sem eiga í erfiðleikum með lesskilning.
- Hvað er tölfræðileg flokkun (statistically based classification system) og hver eru einkenni hennar? Hvernig hefur henni vegnað á sviði námserfiðleika?
- Hvert er helsta notagildi flokkunar (classification) á sviði námserfiðleika og hvaða vandkvæði eru henni samfara? Gættu þess að fjalla bæði um áhrif virkrar spár (self-fulfilling prophesy) og líklegt gagnsemi flokkunar á þessu sviði.
Ritgerðir
- Gerðu nákvæma grein fyrir helstu nálgunum að skilgreiningu erfiðleika og berðu saman kosti og galla hverrar fyrir sig. Í hverju gæti hæfnisnálgun að lestrarerfiðleikum í íslenskum framhaldsskólum verið fólgin? Að hve miklu leyti gefa núverandi viðbrögð við lestrarerfiðleika til kynna (eða gefa ekki til kynna) að hæfnisnálgun sé beitt?
- Erfiðlega hefur gengið að setja fram einhlítar tíðnitölur um fatlanir. Segðu frá þeim atriðum sem gera þetta erfitt. Útskýrðu þennan vanda með því að taka dæmi um þá erfiðleika sem gætu fylgt því að setja fram fjöldatölur um lestrarerfiðleika í framhaldsskólum.
- Mat á tíðni lestrarerfiðleika er mjög misjafnt hérlendis, eða frá 3% upp í 10-20%. Gerðu grein fyrir þeim atriðum sem skapa slíka erfiðleika við ákvörðun á tíðni hegðunar-, tilfinninga- og námslegra vandkvæða hjá börnum og unglingum.
- Fjallaðu ítarlega um skilgreiningar á þroskahömlun (mental retardation), tíðni hennar, orsökum og úrræðum. Gættu þess sérstaklega að gera greinarmun á nýgengi (incidence) og algengi (prevalence) og lýsa breytingum á tíðni yfir tíma.
- Hvernig er þroskahömlun (mental retardation) skilgreind, hverjar eru helstu orsakir hennar og hversu algeng er hún? Hvaða röksemdir eða öfl liggja að baki núverandi áherslu á blöndun (mainstreaming) og venjulegun (normalization) og hvernig hefur hvort um sig verið útfært á liðnum árum?
- Hvað er námshömlun (learning disability), hvaða erfiðleikar eru samfara viðtekinni skilgreiningu hennar, og hver eru einkenni og orsakir hennar? Að hve miklu leyti er orsakanna að leita hjá börnunum sjálfum og að hve miklu leyti í öðrum þáttum?
- Hvað er námshömlun (learning disability), hvað orsakar hana og hvers konar aðferðir hafa verið notaðar til að vinna bug á henni? Gættu þín á því að segja bæði frá aðferðum sem hafa gefist vel og þeim sem hafa gefist miður. Segðu einnig frá einkennum námshömlunar með tilliti til hegðunar, námsaðferða, minnis og vitneskjuvinnslu (information processing).
- Námsráðgjafi við framhaldsskóla er búinn að setja upp kerfi til að leita uppi lestrega (reading disabled) nemendur strax á fyrstu önn námsins. Þetta er gert með því að leggja bæði lestrar- og stafsetningarpróf fyrir nemendur.
- Gerðu ítarlega grein fyrir hugtökunum réttmæti (validity) og áreiðanleika (reliability) í þessu sambandi.
- Gerðu grein fyrir helstu atriðum sem gætu haft áhrif á réttmæti og áreiðanleika aðferðarinnar.
- Gerðu ítarlega grein fyrir því hvernig þú gætir metið bæði réttmæti og áreiðanleika aðferðarinnar sem notuð er við að finna þá lestregu.
- Hvert er helsta notagildi flokkunar (classification) á sviði námserfiðleika og hvaða vandkvæði eru henni samfara? Gættu þess að fjalla bæði um áhrif virkrar spár (self-fulfilling prophesy) og um líklegt gagnsemi tölfræðilegrar (statistical), læknisfræðilegrar (medical) og atferlislegrar (behavioral) flokkunar á þessu sviði.
- Fjallaðu ítarlega um hugtökin réttmæti (validity) og áreiðanleika (reliability) í tengslum við flokkunarkerfi (classification systems). Gerðu meðal annars skýra grein fyrir því hvernig mætti athuga áreiðanleika og réttmæti þess að greina lestrarerfiðleika við upphaf fyrstu annar í framhaldsskóla.
- Gerðu nákvæma grein fyrir læknisfræðilegri flokkun (medical classification), einkennum hennar og forsendum. Taktu afstöðu til gagnsemi hennar í tengslum við námserfiðleika, hegðunartruflanir og líkamlegar fatlanir. Berðu læknisfræðilega flokkun saman við aðrar tegundir flokkunar sem beitt er á þessum sviðum og lýstu kostum og vanköntum hverrar tegundar flokkunar fyrir sig.
- Fjallaðu um læknisfræðilega flokkun (medical classification). Lýstu styrkleika og veikleika hennar og taktu rökstudda afstöðu til gagnsemi læknisfræðilegrar flokkunar á sviði náms- og hegðunarerfiðleika.
- Berðu ítarlega saman tölfræðilega nálgun, aðlögunarnálgun og hæfnisnálgun að skilgreiningu afbrigða (t.d. námserfiðleika eða fötlunar). Fjallaðu meðal annars um hvort þær séu í grundvallaratriðum ólíkar eða hvort þær geti farið saman.
- Berðu ítarlega saman læknisfræðilega (medical) og atferlislega flokkun (behavioral classification). Lýstu styrkleika og veikleika hvorrar tegundar af flokkun fyrir sig. Taktu rökstudda afstöðu til þess hvort þessar tvær aðferðir geta farið saman eða hvort um ósættanlegan mun sé að ræða.