Íris Böðvarsdóttir
Aðstoðarkerfið í litlum grunnskólum


Starf skólaskrifstofa

Þar sem yfirfærsla grunnskólans til sveitarfélagann er mikil kerfisbreyting, fylgja ýmsar breytingar á þeirri þjónustu sem grunnskólarnir í landinu hafa haft frá ríkinu. Skólaskrifstofurnar selja nú sveitafélögunum þjónustu sína, líkt og gerist á Suðurlandi, en þar þjónar skólaskrifstofa Suðurlands öllum skólum á Suðurlandi í samræmi við stofnsamning sveitafélaganna á Suðurlandi. Verksvið sérfræðiþjónustu Skólaskrifstofunnar á Suðurlandi markast af grunnskólalögum, reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla og stofnsamningi Skólaskrifstofu Suðurlands. Skólaskrifstofan gegnir miklu ábyrgðarhlutverki við að veita þá þjónustu sem grunnskólarnir þurfa og samræma aðstoðarkerfi þeirra. Öll stærri vandamál eru vísuð til sérfræðinga hennar og haf þau mismikinn forgang. Ef að forráðamenn barna telja að börn þeirra þurfi á sérkennslu á að halda geta þeir gengið framhjá forráðamönnum skólanna og krafist greiningar hjá sérfræðingum skrifstofunnar. Samkvæmt annarri grein sérkennslulaga er grunnskólinn skyldugur til að veita hverjum nemenda kennslu við sitt hæfi og ber þá skólaskrifstofunni skylda að framfylgja þessu með greiningu og útfærslu sérkennslunnar, fyrir hvern nemenda sem þarf á henni að halda.

Nánari upplýsingar um störf Skólaskrifstofa er að fá á skrifstofunum sjálfum og í menntamálaráðuneytinu.