Grunnskólalögin eru 57 greinar sem skiptast í 14 kafla. Nú hefur sú breyting orðið á í stjórnun grunnskóla að sveitafélögin eru komin með framkvæmdavald yfir skólanum, líkt og ríkið hafði áður. Höfundar laganna hafa lagt áherslu á að besta eftirlitið væri í skólanum sjálfum, hjá foreldrunum og sveitastjórnum. Það getur hins vegar verið galli ef að framkvæmdavaldið þ.e.a.s. skólinn sjálfur á að hafa innra eftirlit með sjálfum sér. Skólanefnd og foreldraráð þurfa því að vera meðvituð um þessi ákvæði og fylgjast vel með að skólinn framkvæmi lögum. Þó að foreldrarnir hafi rétt til þess að krefjast t.d. sérkennslu fyrir börn sín, verður samt sérfræðingur eða kennari barnsins að vera sammála foreldrinu um þörfina. Hvergi er minnst á í grunnskólalögunum um einstaklingsrétt foreldrisins til þess að krefjast sérkennslu og virðist skólinn og sérfræðingar hans hafa framkvæmdarvald í þeim efnum. Skólinn hefur því mikla ábyrgðarskyldu gagnvart hluteigandi aðilum að gera grein fyrir starfsemi sinni og valddreifingu svo foreldrar þekki rétt sinn og barna sinna
Nánari upplýsingar um grunnskólalögin og reglugerðir um sérkennslu, má fá í menntamálaráðuneytinu, þar sem hægt er að fá grunnskólalögin auk ýmissa reglugerða um sérkennslu og sérstök ákvæði líkt og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku.