Íris Böðvarsdóttir
Aðstoðarkerfið í litlum grunnskólum


Greining

Algengt er að lestrarhömlun greinist á fyrstu árum skólagöngu og oft er barnið á aldrinum 7-10 ára þegar það er greint. Þó að lestrarhömlun hafi verið mikið rannsökuð, er ekki hægt að segja til um með mikilli nákvæmi, hvaða börn á forskólaaldri eru í áhættuhóp varðandi lestrarhömlun. Reynt hefur verið að hanna forpróf sem ætluð eru til aðstoðar greiningar á lestrarhömluðum. Til eru próf þar sem börnin þurfa að muna mislöng bullorð með mismörgum atkvæðum. Börnin hafa ekki heyrt orðin áður og þegar þau þurfa að muna orðin eins og þau heyrðu þau í réttri röð og með réttum áherslum, reynir á hljóðgreiningu þeirra og stundarminni. Þarna er verið að reyna að greina heyrnrænt minni barnsins, en þar sem lestrarhömlun er oft í tenglum við skert minni á hljóðum stafa og röðun hljóðanna, gæti greining á heyrnrænu minni barnsins hjálpað til við að finna forskólabörn sem eru líkleg til að þurfa aðstoð við lestur. Til greiningar á lestrarhömluðum er einnig hægt að hafa til hliðsjónar ákveðin einkenni sem geta gefið til kynna lestrarhömlun. Nefnt hefur verið að þessi börn hafa oft fremur lítinn áhuga á að láta lesa fyrir sig og á forskólaaldri eiga þessi börn stundum erfitt með að ræða hugtök og hlust sem það þekkir. Þessi einkenni eru þó alls ekki algild en geta samt gefið ákveðna vísbendingu um börn sem munu eiga erfitt með að læra að lesa.

Frekari upplýsingar um greiningu námshömlunar er hægt að fá í sálfræðibókinni, auk þess sem ýmsar greinar í tímaritinu Glæður, tímariti sérkennara, fjalla um greiningu námshömlunar.